fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Fékk lesblindugreiningu á fullorðinsárum: „Í raun og veru er lesblinda gáfa en ekki böl“

Auður Ösp
Föstudaginn 6. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst ég vera vitlaus og ekki geta neitt því að það var sama hvað ég reyndi að læra, það gekk lítið sem ekkert,“ segir Jóhanna S. Hannesdóttir en hún fór í gegnum grunnskólanám með brotna sjálfsmynd sökum þess að hún glímdi við mikla námsörðugleika. Erfiðleikar hennar héldu áfram  í framhaldsskóla og það var ekki fyrr en á fullorðinsárum að Jóhanna fékk staðfestingu á því að hún væri með lesblindu. Í kjölfarið breyttist allt.  Hátt í 300 manns hafa deilt facebookfærslu Jóhönnu en þar birtir hún ljósmynd af einkunnaspjaldi sínu frá því hún lauk grunnskólanámi árið 1998. Gefur þar á að líta niðurstöðurnar úr samræmdu prófunum.

„Ég var að fara í gegnum gamalt dót frá mér og rakst þá meðal annarsá þetta einkunnablað. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvernig mér leið þegar ég fékk þennan vitnisburð, já og bara mest alla mína grunnskólagöngu. Ég lærði til dæmis alveg svakalega mikið fyrir samræmdu prófin, las og las og las og lagði mig alla fram því að ég vissi að þessi próf skiptu miklu máli. En svo fékk ég ekki betri einkunnir en þetta,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann DV.is

Jóhanna hefur fengið sterk viðbrögð við færslunni en óhætt að fullyrða að fjölmargir geti sett sig í hennar spor.

„Fólk hefur verið að þakka fyrir þessa færslu og fyrir að vekja athygli á þessu. Því miður hafa margir hafa svipaða sögu að segja.“

Skammaðist sín fyrir einkunnirnar

Margir muna eftir hvernig niðurstöðurnar samræmdu prófanna voru á árum áður nýtt til að skera úr um mannkosti ungs fólks. Tölurnar á einkunnablaðinu gátu í mörgum tilfellum haft úrslitaáhrif á framtíðina enda voru prófin í hugum margra leið til að sía út „tossana.“  Í dag eru niðurstöður samræmdra könnunarprófa hins vegar einungis hluti af öðrum gögnum sem heimilt er að líta til þegar valið er á milli umsækjanda í framhaldsskóla.

 Jóhanna var ein af þeim sem liðu fyrir það að niðurstöður samræmdu prófana voru áður fyrr nýttar sem mælikvarði á gáfnafar. Þannig lýsir hún því í færslu sinni:

„Þetta er vitnisburður minn úr grunnskóla. Ég man hvað ég skammaðist mín mikið fyrir þessar einkunnir á sínum tíma. Fannst þær staðfesta endanlega hvað ég væri ógeðslega heimsk og vitlaus. Samt var ég svo samviskusöm – lærði alltaf heima. Ég lærði og lærði og lærði. En gekk samt aldrei vel í prófum eða öðru.“

Jóhanna hóf framhaldsskóla nám í FSU þar sem einkunnir hennar voru yfirleitt í kringum 6, þó svo að hún legði sig alla fram við námið. Eftir þrjár annir tók hún sé pásu frá námi og byrjaði svo aftur í FSU þegar hún var rúmlega tvítug. Það var þá sem hún fékk greininguna sem breytti öllu.

„Þá byrjaði ég líka í þýsku hjá Ingis sem var fljótur að spotta það að ég væri lesblind. Eftir að hafa hitt námsráðgjafa var það staðfest að ég væri svo sannarlega lesblind. Í kjölfarið fékk ég lengri próftíma en það var eitthvað sem breytti ÖLLU fyrir mig. Í fyrsta skipti gat ég lesið og leyst prófin án þess að vera í tímastressi. Ég gat vandað mig við að lesa – lesið eins hægt og ég þurfti. Þegar ég vanda mig við að lesa og er ekki undir neinni tímapressu þá víxlast stafirnir síður í orðunum og ég fer síður línuvillt.

Eftir að hafa loksins fengið staðfestingu á lesblindu, og lengri próftíma í kjölfarið þá fóru einkunnir Jóhönnu að batna til muna.

 „Allt í einu var ég farin að sjá 8-ur og 9-ur. Ég fékk meira að segja sérstaka viðurkenningu fyrir „framúrskarandi árangur í félags- og fjölmiðlafræði“ þegar ég útskrifaðist sem stúdent.

 Svo fór ég í háskóla – meira að segja í þjóðfræðina þar sem maður þarf að lesa mörg hundruð blaðsíður í hverri viku. Að fara í háskóla var eitthvað sem ég bjóst aldrei við að ég myndi gera því að mér fannst ég alltaf vera svo „heimsk“ með mínar 5-ur og 6-ur í grunnskóla.

Áður en Jóhanna hóf háskólanám fékk hún „löglega“ greiningu á lesblindunni hjá Rannveigu Lund á Lestrarsetrinu.

 „Hún hjálpaði mér um leið að skija lesblinduna mína betur. Mér gekk mjög vel í háskólanum – með 8,7 í meðaleinkunn og fékk meira að segja 9 fyrir BA-ritgerðina mína. Ég, sem rétt náði samræmdu prófunum.“

Jóhanna bendir jafnframt á að lesblindir fara ekki í manngreiningarálit  og að röskunin segi ekkert til um gáfnapar eða manngerð viðkomandi. Þá hvetur hún lesblinda nemendur til þess að láta ekki greininguna halda aftur af þeim í námi heldur nýta þau úrræði sem eru í boði.

„Þið sem eigið lesblind börn, viljið þið passa að þeim finnist þau aldrei vera heimsk. Það er mjög vond tilfinning að líða þannig, kannski alltaf. Segið líka við þau að þessar einkunnir séu alls ekki mælikvarði á það hversu gáfuð þau eru – já eða hversu góðar manneskjur þau eru! Einkunnasnobb er ferlegt fyrirbæri og getur farið virkilega illa með mann.

Og þið unglinga-fb-vinir mínir sem eruð með lesblindu og enn í skóla – ekki gefast upp! Stay in school! Það er alltaf hægt að læra nýja tækni og aðferðir til að tileinka sér námsefnið. Fyrir mig hjálpaði að teikna myndir því að ég man allt sjónrænt.

 Hittið námsráðgjafa eða aðra sérfræðinga sem eru menntaðir til að hjálpa fólki með lesblindu – til þess eru þeir. Já, og munið svo að margir af okkar mestu snillingum eru/voru lesblindir. Í raun og veru er lesblinda gáfa en ekki böl – heilinn í okkur virkar bara allt öðruvísi en öllum hinum. Sem er svo dásamlegt og stórkostlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum