fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 15:33

Örn Sverrisson, spilafíkill í bata. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Virkur spilafíkill, á hverjum einasta degi, þá niðurlægir hann sig. Aftur og aftur og aftur,“ segir Örn Sverrisson, spilafíkill í bata, í viðtali í þættinum Kveik sem sýndur verður á RÚV kl. 20 í kvöld. Í þættinum verður fjallað um fjárhættuspil á Íslandi, fjárhættuspil eru bönnuð hér á landi en þrátt fyrir það er hægt að finna spilakassa víða.

„Það eiga í rauninni allir hagsmuni að gæta þegar spilafíkilinn labbar inn með peninga,“ segir Alma Hafsteinsdóttir fíknimarkþjálfi hjá Spilavanda. Hún segir að ekki sé um að ræða herferð gegn spilakössum, það sem þurfi sé að allir taki ábyrgð á vandanum, ekki bara spilafíklar.

Örn lýsir spilafíkninni í þættinum.

„Ég fékk hjartaáfall 2010. Ég gat ekki labbað út af spítalanum eftir skurðina sem ég var með. Um kvöldið fór ég á Catalinu í Kópavoginum. Þú þarft að labba niður stiga, brattan, erfiðan stiga. Ég varð að fara að spila. Og það er ekkert sem stoppar þig.“

Myndir úr umfjöllun DV frá því í fyrra.

Örn bætir við:

„Það var aldrei neinn sem kom til mín og sagði „er þetta ekki komið nóg?“ Þeir eru í rauninni orðnir alveg jafn háðir peningunum eins og fíkillinn kassanum.“

Í þætti kvöldsins er einnig minnst á umfjöllun DV frá því í fyrra þar sem kom fram að starfsmenn Gallup færu í spilakassasali og fengju spilafíkla til þess að prófa nýja spilakassa. Blaðamenn DV fengu boð í spilakassaprófanir Gallup í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Glæsibæ með því að segjast spila í allt að tólf klukkutíma fjórum til fimm sinnum í viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum