fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Mamma og pabbi banna plastpoka

Svarthöfði
Sunnudaginn 12. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú á að fara að banna plastpokana. Fólkið góða og réttsýna treystir ekki grútskítugum almúganum til þess að taka „réttar“ ákvarðanir og því ber að banna. Ráðherrar og þingmenn líta ekki á sig sem þjóna almennings, kosna til að framfylgja vilja fólksins gegn peningaumbun, heldur sem foreldra. Við erum börn sem þarf að halda ströngum aga á og skamma ef svo ber undir. Ef við erum óþæg förum við í straff og dótið okkar er tekið af okkur. Mamma og pabbi vita hvað okkur er fyrir bestu.

Þeir plastpokar sem við fáum við afgreiðslukassana í stórmörkuðunum eru ekki einnota, oftast eru þeir notaðir í að minnsta kosti í tvö skipti af hverjum notanda, eða að minnsta kosti hjá Svarthöfða og öllum sem hann þekkir. Fyrst við kassann sjálfan, stundum sem geymslupoki fyrir matvæli, enda auka þeir geymsluþolið, og loks sem ruslapoki á heimilinu. Þaðan fara þeir í rennuna og ofan í tunnu. Ruslakarlanir, eða hvað sem á að titla þá núna, tæma svo tunnuna og fara með innihald hennar á haugana.

Eftir að plastpokar voru þynntir hefur notkunin aukist, í sumum löndum um tugi prósenta. Sérstaklega eftir að þessir óþolandi maíspokar komu á markaðinn, sem rifna auðveldlega og halda engri þyngd. Samfara því hefur verð á pokunum hækkað stöðugt.

Svarthöfði getur alveg tekið undir þau sjónarmið að plastmengun geti verið vandamál. Sífellt bætist örplast í sjóinn og grey sjófuglarnir festa hausinn í bjórkippuplasti. Svarthöfði keypti einu sinni vatnsmelónufjórðung sem var vafinn í plastfilmu, lá á frauðplastbakka og það síðan allt vafið í aðra plastfilmu. Plaströr og plastlok á drykkjarmálum eru líka algjör óþarfi, það drepst enginn þó hann sulli pínulítið á sig.

Nei, í staðinn á að banna kjörbúðarpokana sem eru með þeim nytsamlegustu plastafurðum sem koma inn á hvert heimili. Mamma og pabbi eru búinn að skipa okkur það og við verðum að hlýða. Hvað banna þau næst? Við bíðum spennt. Verður það veip? Gosdrykkir? Eða kannski kjöt?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirlýsing Jóhannesar um eineltis- og ofbeldismál hjá Ríkisendurskoðun – „Þögn Alþingis ærandi“

Yfirlýsing Jóhannesar um eineltis- og ofbeldismál hjá Ríkisendurskoðun – „Þögn Alþingis ærandi“