fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Segir eina stóra spurningu sækja á eftir tilkynningu Pútíns – „Lýgur hann meðvitað?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 05:35

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn tilkynnti Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, um markmið rússneska hersins á næstu árum. Þessi tilkynning hans fór ekki fram hjá Arne Bård Dalhaug, fyrrum yfirmanni norska hersins.

„Veit Pútín hversu slæm staðan er hjá rússneska hernum eða lýgur hann meðvitað?“ sagði hann í samtali við Dagbladet.

Meðal þess sem kveikti þessa spurningu hjá honum var að Pútín sagði meðal annars að ekkert þak verði á útgjöldum til hersins og að hann fái nútímalegan búnað.

Auk þess kynnti hann áætlun um að fjölga hermönnum og um stofnun nýrrar hersveitar í norðvesturhluta landsins, nærri landamærum Finnlands og Svíþjóðar sem hafa sótt um aðild að NATO.

Dalhaug segir að þetta sé ekkert annað en „draumórar“ hjá Pútín og að óskir hans um að stofna nýja herdeild innan skamms tíma séu „algjörlega óraunhæfar“.

„Við vitum að herkvöddu hermennirnir hafa fengið að vita að þeim verði sjálfir að kaupa nær allan búnað sinn ef þeir vilja halda á sér hita. Þeir þurfa líka að kaupa skyndihjálparbúnað. Það er ljóst að Rússar geta ekki séð öllum hermönnum sínum fyrir nútímavopnum og búnaði. Svo einfalt er það,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvort Pútín viti eiginlega hvernig ástandið er hjá hernum eða hvort hann lýgur, svaraði hann: „Við vitum raunar ekki hversu góða yfirsýn hann hefur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn