fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirPressan

Danskir stjórnmálamenn hræddir við að banna umskurð drengja – Hikuðu ekki við að banna umskurð stúlkna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 06:48

Það er ekki sársaukalaust þegar börn eru umskorin. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mikill titringur sé á meðal danskra þingmanna vegna yfirvofandi frumvarps um bann við umskurði drengja í Danmörku. Nú er verið að safna undirskriftum meðal kjósenda um að frumvarp um bann við umskurði verið tekið til afgreiðslu á þinginu. 50.000 kjósendur þurfa að skrifa undir borgaratillögu um efnið til að hún verði tekin til afgreiðslu á þinginu. Ekki er annað að sjá en sá fjöldi náist á næstu dögum. En þingmenn eru uggandi vegna tillögunnar og hefðu margir hverjir vilja sleppa við að taka afstöðu til málsins.

Á föstudaginn funduðu nokkrar nefndir þingsins með nokkrum ráðherrum vegna málsins og það áður en undirskriftarsöfnunni um tillöguna er lokið. Þetta sýnir hversu alvarlegt málið er að mati þingmanna.

Nokkuð ljóst er að ef frumvarp um bann við umskurði drengja verður samþykkt þá muni 55 múslimaríki mótmæla banninu og það mun Ísrael einnig gera. Þingmenn óttast að upp kunni að koma svipuð staða og í kjölfar Múhameðsteikninganna eftir að Jótlandspósturinn birti skopmyndir af Múhameð spámanni fyrir um áratug. Myndbirtingarnar höfðu mikil og neikvæð áhrif á margt í utanríkismálum Dana og hryðjuverkaógnin í landinu jókst til muna þar sem sjónir öskureiðra öfgasinna beindust að landinu. Óttast menn að nú verði sama staða uppi ef umskurðarbannið verður samþykkt. Þá getur reynst erfitt að sækja stuðning til hefðbundinna bandalagsríkja Danmerkur sem munu mörg hugsanlega ekki vilja blanda sér í þetta viðkvæma mál. Bandaríkin, sem eru bandalagsríki Danmerkur, munu væntanlega ekki vilja taka sér stöðu með Dönum í þessu máli þar sem umskurður er mjög algengur í Bandaríkjunum og gyðingar auk þess mjög áhrifamiklir í stjórnmálum þar í landi.

Konur á blæðingum eru ekki óhreinar

Danskir fjölmiðlar fjall að vonum mikið um málið og hafa margir sterkar skoðanir á því. Fjallað er um málið í leiðara Ekstra Bladet í gær, þar segir meðal annars:

„Málið er einfalt. Það er ekki í lagi að skera lítil börn. Óháð hvaða gælunafn guð viðkomandi hefur, eða hvaða gyðingasið eða jólasið maður fylgir, eða í hversu margar aldir þetta hefur verið gert. Við erum velferðarsamfélag, ekki miðaldarsamfélag. Konur á blæðingum eru ekki „óhreinar“ lengur, það á ekki að grýta samkynhneigða og hendur eru ekki höggnar af þjófum. Á sama hátt eiga stúlkur og drengir rétt á eigin líkama.“

Segir leiðarahöfundur og bendir á að engar góðar ástæður séu fyrir að umskera börn og það hafi samfélag gyðinga sýnt fram á í baráttunni gegn banni þar sem helsta röksemdin sé að bann geri foreldra að afbrotamönnum.

Leiðarahöfundur heldur því fram að þingmenn muni ekki þora að samþykkja bann og vísa í fundarhöld þingmanna um málið og orða Søren Pape, dómsmálaráðherra, um að hann og ríkisstjórnin muni ekki „ýta á þann hnapp sem hrekur gyðinga frá Danmörku“. Þetta þykja leiðarahöfundi áhugaverð rök þar sem Pape og ríkisstjórn hans hafa ekki haldið aftur af sér við að segja að ekki eigi að líða svokölluð hliðarsamfélög í Danmörku.

Það má kannski hafa í huga í þessari umræðu að það vafðist ekki fyrir danska þinginu 2003 að setja sérstakt ákvæði í hegningarlögin sem bannar umskurð stúlkna og gerir hann refsiverðan, jafnvel þótt umskurðurinn sé framkvæmdur utan Danmerkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin