

Rússnesk stjórnvöld hafa liðkað lög um rafmyntir og hafa notað þær til þess að komast hjá efnahagsþvingunum vesturveldanna. Erfitt eða ómögulegt er að rekja færslur rafmynta og því er eftirlit með þeim það sömuleiðis.
Eins og segir í frétt breska miðilsins LBC um málið þá jókst notkun útlagaríkja á borð við Rússlands og Íran á rafmyntum um 694 prósent á síðasta ári. Þetta jafngildir um 100 milljörðum dollara.
Rússar rýmkuðu löggjöf um rafmyntir árið 2024 og komu meira að segja á fót eigin rafmynt, A7A5, til þess að komast hjá síhertum efnahagsþvingunum vesturveldanna. En þvinganirnar eru meðal annars mjög strangar í geirum á borð við flug og tækni.
Rafmyntir hafa lengi verið notaðar í ólöglegum tilgangi, svo sem eiturlyfja og vopnasölu. En nú er brot á efnahagsþvingunum orðinn umfangsmesta glæpastarfsemin sem rafmyntir eru notaðar við.
Að sögn Andrew Fierman, hjá greiningarfyrirtækinu Chainalysis, þá hafa rafmyntir aldrei í sögunni verið notaðar jafnt oft til að fremja glæpi. Telur hann einnig að tölurnar séu líklega vanmetnar.