fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Ragnar Freyr sleginn yfir kostnaði við símvörslu – „Hvernig stendur á því að svona er farið með opinbert fé?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. janúar 2026 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir furðar sig á því hversu miklum peningum er varið í starfsemi upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Árið 2024 hafi kostnaður numið 800 milljónum, sem sé þreföldin frá árinu 2023 og áttfalt dýrara heldur en þegar Læknavaktin sinnti sama verkefni. Ragnar Freyr skrifar á Facebook:

„Þetta er eflaust dýrasta símþjónusta á landinu. Kannski fyrir utan Neyðarlínuna! Upplýsingamiðstöð HH kostaði 800 milljónir króna árið 2024 og þrefaldaðist frá 2023. Áttfalt dýrara en þegar Læknavaktin sinnti þessu sama verkefni! Samkvæmt ársskýrslunni sinnti upplýsingamiðstöðin 195 þúsund erindum árið 2024 – sem gerir 4100 kr fyrir hvert símtal/erindi. Til samanburðar var þetta dýrara en rekstur opinberrar heilsugæslustöðvar í Reykjavík! Hvernig stendur á því að svona er farið með opinbert fé?“

Læknirinn er svo gáttaður á þessari fjárhæð að hann hefur skrifað tvær færslur um málið en í þeirri seinni tekur hann fram að nú hafi honum verið boðið í heimsókn til Upplýsingamiðstöðvarinnar til að kynna sér starfsemina. Ragnar segist ætla að þiggja boðið en þó þekki hann ágætlega til reksturs heilbrigðisþjónustu.

„Og sumt er augljóst og annað þarf skýringar. Augljóst er að; Síðan að Upplýsingamiðstöð tók við símvörslu hefur kostnaður margfaldast! Upplýsingamiðstöð HH kostaði 800 milljónir króna árið 2024 og þrefaldaðist frá 2023. Áttfalt dýrara en þegar Læknavaktin sinnti þessu sama verkefni! Það er jafnmikið og kostar að reka stærstu heilsugæslu HH – Árbæinn. Núna er fleiri sjúklingum vísað á Læknavaktina en áður var! Næstum þreföld aukning. Samkvæmt ársskýrslunni sinnti upplýsingamiðstöðin 195 þúsund erindum árið 2024 – sem gerir 4100 kr fyrir hvert símtal/erindi. Hvert er svo virðið fyrir sjúklinginn? Er auðveldara að fá tíma hjá heimilislækni í dag en það var í fyrra, eða hittifyrra? Hvernig stendur á því að svona er farið með opinbert fé?“

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tók alfarið yfir svörun í síma 1700 árið 2024, en áður hafði starfsfólk heilsugæslunnar svarað í 1700-símann ásamt Læknavaktinni á árinu 2023. Ársskýrsla heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem Ragnar Freyr vísar til í færslum sínum, kom út í vor og má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð