fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Magnús Eiríksson látinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. janúar 2026 16:54

Magnús Eiríksson. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Eiríksson, einn helsti laga- og textahöfundur Íslands á síðustu áratugum, er látinn 80 ára að aldri.

Það er RÚV sem greindi fyrst frá.

Magnús átti langan og gifturíkan feril en hann hefur samið mörg af ástsælustu lögum þjóðarinnar á þeim rúmu 60 árum sem hann starfaði sem tónlistarmaður.

Í ítarlegri samantekt á vefnum Glatkistan um feril Magnúsar segir meðal annars:

„Nafn Magnúsar Eiríkssonar kemur jafnan upp þegar talað er um fremstu tónlistarmenn íslenskrar tónlistarsögu og ekki síst þegar það berst að laga- og textahöfundum en Magnús á líklega einhvers konar met þegar kemur að stórsmellum og sígildum popplögum, sem skipta tugum í meðförum ýmissa listamanna. Ekki liggja fyrir neinar opinberar tölur um útgefin lög og texta Magnúsar en þau eru líklega á annað eða þriðja hundrað, flest þeirra hafa komið út með hljómsveitinni Mannakorni og dúett þeirra Magnúsar og KK (Kristjáns Kristjánssonar) en athyglisvert er að aðeins ein eiginleg sólóplata hefur komið út í nafni Magnúsar.“

Magnús stofnaði Mannakorn og lék einna mest með þeirri hljómsveit á ferlinum en var um tíma einnig meðlimur í hljómsveitinni Brunaliðið auk fleiri hljómsveita áður en þessar tvær komu til sögunnar og áður er minnst á samstarfið við KK.

Sá fyrsti

Magnús hlaut árið 1999 heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna 1999 og fálkaorðuna árið 2014.

Meðal þekktustu og ástsælustu laga Magnúsar eru:

Reyndu aftur, Sölvi Helgason, Braggablús, Göngum yfir brúna, Gamli góði vinur, Ég er á leiðinni, Ó þú Þorparinn og Einhvers staðar einhvern tímann aftur en það síðast talda varð ódauðlegt í flutningi Ellenar Kristjánsdóttur. Síðast en ekki síst má síðan nefna fyrsta íslenska Eurovision-lagið Gleðibankann.

Þetta er þó aðeins lítið brot af þeim fjölda eftirminnilegu laga sem Magnús samdi og sendi frá sér á sínum langa ferli.

Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði á Eyjunni um Magnús árið 2015 í tilefni sjötugsafmælis Magnúsar:

„Við hyllum einn frábærasta lagahöfund Íslands. Magnús kom með alveg nýjan tón inn í íslenska dægurmúsík með fyrstu plötum Mannakorns. Lögin voru grípandi og töff, og textarnir voru á góðri íslensku. Þeir voru blátt áfram, sögðu oft litlar og sniðugar sögur. Á plötunum voru hugljúf lög, ástarlög, dúndrandi rokklög, fyndin lög. Mín kynslóð hlustaði á þetta upp til agna.“

Magnús lætur eftir sig þrjá uppkomna syni en eiginkona hans Elsa Guðrún Stefánsdóttir lést 1999.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð