fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 9. janúar 2026 17:30

Haigh vill losna við X og Grok.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louise Haigh, fyrrverandi samgönguráðherra Bretlands, segir það óforsvaranlegt að nota samfélagsmiðilinn X. Hún hvetur ríkistjórnina til að hætta að nota miðilinn tafarlaust. Ástæðan er gervigreindin Grok og hvernig hægt hefur verið að nota hana til þess að búa til barnaklám.

Mikið hefur verið fjallað um Grok og kynferðislegar gervigreindarmyndir sem hægt er að búa til, meðal annars af börnum. Á meðal þolenda Grok er Katrín prinsessa og barnung leikkona úr Stranger Things.

„Ríkisstjórnin ætti að hætta alfarið á X og láta almenning vita hvernig hægt er að vera varinn fyrir svona ólöglegu athæfi á netinu,“ sagði Haigh. En X og Grok er bæði í eigu milljarðamæringsins og öfgahægrimannsins Elon Musk.

Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur þegar hótað að setja þvinganir eða banna X ef miðillinn bæti ekki ráð sitt.

Netöryggissamtökin IWF hafa greint frá því að Grok hafi verið notað til þess að búa til barnaklám af börnum allt niður í 11 ára. Efninu hefur svo verið dreift á hinum svokallaða myrkravef.

„Ég hef ekki notað X/Twitter í þónokkurn tíma núna. Þetta var þegar frekar ógeðfelldur staður áður en að Elon Musk tók hann yfir en síðan þá hefur þetta verið griðastaður fyrir þá sem beita hatursorðræðu og stafrænu ofbeldi, þetta er algjörlega ónothæfur miðill,“ sagði Haigh.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð

Ætla ekki að birta dóm fyrir alvarlegt dýraníð