fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 19:30

Að minnsta kosti 100 eru látnir. Bæði venesúelskir og kúbanskir borgarar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Venesúela hafa greint frá því að að minnsta kosti 100 manns hafi látist í árás Bandaríkjahers á landið þann 3. janúar síðastliðinn. Bandaríkjastjórn hafði sagt að 40 hefðu fallið í árásinni.

„Enn sem komið er – og þá meina ég enn sem komið er – þá eru 100 dánir og svipaður fjöldi særður,“ segir Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. „Árásin á landið okkar var hrikaleg.“

Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á landið, einkum höfuðborgina Karakas, og rændu forsetahjónunum Nicolas Maduro og Ciliu Flores. Þau voru flutt í haldi til New York borgar og eru þar geymd í fangelsi.

Maduro og Flores særðust bæði í árásinni en að sögn Cabello ekki alvarlega og eru þau að ná sér af meiðslum sínum.

Enginn bandarískur hermaður lést í árásinni en sjö slösuðust. Þeir sem létust í árásinni voru venesúelskir og kúbanskir borgarar, hermenn, öryggisverðir og almennir borgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá Móeiði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð

Síbrotamaður á skilorði rændi áfengi á skólalóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum