
Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa að nóttu til í íbúð sinni strokið brjóst, rass og innanverð læri konu utan klæða, og reynt að sannfæra hana um að sofa hjá sér.
Konan krefst 1,5 milljóna króna í miskabætur.
Aðalmeðferð í málinu er eftir nokkra daga í Héraðsdómi Reykjavíkur en þinghald er lokað.