fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
Fréttir

Pétur lagði Heiðu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. janúar 2026 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit eru ljós í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Pétur Marteinsson lagði Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra í baráttunni um fyrsta sætið en Heiða Björg varð í öðru sæti.

Metþáttaka var í kjörinu en kjörsóknin var um 70 prósent en á kjörskrá voru 6955 manns en 4849 greiddu atkvæði en fréttir hafa borist af mörgum nýskráningum í flokkinn á síðustu dögum.

Kosið var um sex efstu sætin á listanum.

Pétur fékk 3063 atkvæði en Heiða varð í öðru sæti með 1668 atkvæði. Ljóst er því að sigur hans var nokkuð öruggur

Aðrir sem hlutu kosningu voru Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir sem varð í þriðja sæti. Hún eins og Pétur er ný á listanum. Skúli Helgason borgarfulltrúi varð í fjórða sæti og fulltrúar ungra jafnaðarmanna urðu í fimmta og sjötta sæti, þau Stein Olav Romslo og Bjarnveig Birta Bjarnadóttir. Ljóst er því að Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi sem gekk nýlega í raðir Samfylkingarinnar hlaut ekki náð fyrir augum hinna nýju flokksfélaga sinna.

Pétur sem mun nú leiða flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum lagði í ræðu sinni áherslu á samstöðu frambjóðendanna en hvort Heiða mun sætta sig við annað sætið á eftir að koma í ljós en hún hafð skrifað i í skilaboðum sem gerð voru opinber að Pétur færi fyrst og fremst fram á grundvelli frægðar sinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Helgi Bjartur kemur brátt fyrir dómara

Hafnarfjarðarmálið: Helgi Bjartur kemur brátt fyrir dómara
Fréttir
Í gær

„Getum ekki byggt gott umhverfi fyrir fólk, ef við vitum ekki hvers konar umhverfi er gott“

„Getum ekki byggt gott umhverfi fyrir fólk, ef við vitum ekki hvers konar umhverfi er gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið

Trump og fjölskylda hans hafa auðgast um stjarnfræðilegar upphæðir síðasta árið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnt til viðurkenningar á faðerni en hefur aldrei séð barnið sitt

Stefnt til viðurkenningar á faðerni en hefur aldrei séð barnið sitt