
Dómari víkur sæti vegna mistaka
Nýlega vék dómari sæti í einkamáli sem varðar ágreining í húsfélagi, en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur,.
Hafði annar aðilinn farið fram á að dómkvaddur yrði matsmaður. Matsbeiðninni var mótmælt og því kom til þess að dómari þurfti að úrskurða um hvort fallist yrði á dómkvaðninguna. Við úrlausn þess ágreinings tók dómari afstöðu til málsástæðna málsaðila. Í kjölfarið krafðist matsbeiðandi þess að dómari viki sæti þar sem hann væri orðinn vanhæfur að leysa úr málinu. Að kröfu lögmanns úrskurðaði dómari um hæfi sitt og ákvað að víkja sæti.
DV hafði samband við lögmann stefnda, Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem neitaði að tjá sig um málið en staðfesti þó að dómari hafi vikið sæti. Spurður hvort það sé algengt þá sagðist hann geta sagt að svo væri ekki.