

Fjarskiptafyrirtækið Nova og lífstílsmerkið DRM-LND hafa hafið samstarf sem felur í sér að á næstu misserum munu vörur frá DRM-LND verða fáanlegar í völdum verslunum Nova og í kjölfarið á nova.is. Um er að ræða vörur sem gefa fólki tækifæri til að sérsníða, persónugera og skreyta hluti eins símahulstur, heyrnartól, tölvur og tölvuhulstur.
Nova og DRM-LND segja samstarfið byggja á sameiginlegri áherslu á sköpun, sjálfstjáningu og vörur sem gera daglegt líf fólks skemmtilegra. „Samstarfið felur meira í sér en bara vörurnar,“ segir Sesselja Katrín Hauksdóttir, framkvæmdastjóri DRM-LND Kringlunni. „Það snýst líka um að skapa rými fyrir hugmyndaflug, sjálfstjáningu og stolt með einföldum og skemmtilegum hætti.“
Elín Bríta Sigvaldadóttir, vörustjóri hjá Nova, segir samstarfið falla vel að því sem Nova vill bjóða viðskiptavinum sínum. ,,Með þessu samstarfi getum við boðið viðskiptavinum Nova að para saman DRM-LND heiminn við græjurnar sem við bjóðum upp á, sérniðið þær eftir eigin höfði og gert þær persónulegri.“

DRM-LND er skandínavískt lífsstílsmerki sem opnaði verslun í Kringlunni í nóvember sl. Stofnandi verslunarinnar er frumkvöðullinn Mikael Söderlindh sem er einnig maðurinn á bak við Happy Socks.
Fólk getur farið að leyfa sér að dreyma því DRM-LND-vörurnar verða brátt fáanlegar í öllum verslunum Nova og á nova.is.