fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
Fréttir

Sturla Böðvarsson er látinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. janúar 2026 07:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttræður að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 10. janúar.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Sturla fæddist í Ólafsvík þann 23. Nóvember 1945 og ólst upp þar. Hann gekk ungur að árum til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og var aðeins 28 ára þegar hann varð sveitarstjóri í Stykkishólmi.

Því starfi gegndi hann í 17 ár, eða þar til hann var kjörinn á þing árið 1991. Hann var samgöngu-, fjarskipta- og ferðamálaráðherra á árunum 1999 til 2007, forseti Alþingis frá 2007 til 2009 og síðan varð hann aftur bæjarstjóri í Stykkishólmi frá 2014 til 2018.

Sturla kvæntist Hallgerði Gunnarsdóttur árið 1967 eiga þau fimm börn og 12 barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Helgi keypti þjónustu vændiskonu sama kvöld – Síminn hans hefur ekki fundist

Hafnarfjarðarmálið: Helgi keypti þjónustu vændiskonu sama kvöld – Síminn hans hefur ekki fundist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Bjartur ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði

Helgi Bjartur ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beittu óhugnanlegu vopni í nótt

Rússar beittu óhugnanlegu vopni í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnús Eiríksson látinn

Magnús Eiríksson látinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump