Upp úr kl. 15 í gær barst lögreglu tilkynning um slys í Rangárþingi. Ásamt lögreglu fóru sjúkraflutningar og slökkvilið á vettvang.
Um var að ræða vinnuslys. Einn einstaklingur var í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.
Í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að sinni.