fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Steingrímur stefnir ríkinu og vill bætur fyrir ökklaband

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. janúar 2026 19:00

Efnahags- og fjármálaráðuneytið. Mynd: Stjórnarráðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur Þór Sigmundsson hefur höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar á bótaskyldu og greiðslu bóta. Steingrímur er með nokkra refsidóma á bakinu en honum var gert að afplána sex dóma árið 2021.

Það var mat Steingríms að tveir dómanna væru fyrngdir þar sem hann var boðaður til afplánunar á þeim meira en fimm árum eftir að þeir féllu. Fangelsismálastofnun var ósammála þeirri túlkun Steingríms og telur fyrningarfrest hefjast þegar dómar berast henni en ekki þegar þeir eru kveðnir upp.

Tekist var á þarna um um túlkun á 83. grein almennra hegningarlaga en þar segir að fangelsisvist allt að einu ári falli niður ef fullnusta dóms er ekki hafin fimm árum eftir að dómur er kveðinn upp.

Steingrímur kærði ákvörðun Fangelsismálastofnunar til dómsmálaráðuneytisins en ráðuneytið staðfesti túlkun Fangelsismálastofnunar. Kærði Steingrímur þá niðurstöðu til Umboðsmanns Alþingis sem taldi túlkun Fangelsismálastofnunar og ráðuneytisins vera ranga.

Um þetta leyti var Steingrímur undir rafrænu eftirliti, þ.e. gekk með ökklaband, en eftir niðurstöður Umboðsmanns Alþingis krafðist hann þess að losna úr því. Fangelsismálastofnun hunsaði hins vegar álit Umboðsmanns Alþingis og vísaði til áralangrar venju.

Sú ákvörðun var kærð til dómsmálaráðuneytisins sem gerði Fangelsismálastofnun skylt að hlíta áliti Umboðsmanns Alþingis. Var þá ökklabandið fjarlægt en þann dag hafði Steingrímur gengið með það 34 dögum of lengi, að hans áliti.

Krefst hann 100 þúsund króna upp á hvern dag sem hann bar ökklabandið eða samtals 3,4 milljóna króna.

Fyrirsvarsmaður ríkisins í málinu er Daði Már Kristófesson fjármálaráðherra.

Aðalmeðferð í málinu var við Héraðsdóm Reykjavíkur á fimmtudag og má vænta dómsniðurstöðu innan fjögurra vikna.

Lögmaður Steingríms í málinu er Ómar R. Valdimarsson hjá ESJA Legal.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið