
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, sækist eftir þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Framboð Guðmundar Inga hefur vakið nokkra athygli en meðal þeirra sem styðja hann er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig segir Guðmund Inga raunverulega ná árangri eins og hann hafi sannað í samninganefnd Eflingar. Hún skrifar:
Ég er ekki í Samfylkingunni. En ég hef unnið með Guðmundi Inga á vettvangi Eflingar síðustu ár og kynnst honum vel. Og hann er í einu orði sagt frábær. Hann er klár og skemmtilegur og virðist hafa óþrjótandi orku. Hann var í samninganefnd Eflingar í síðustu samningum við Reykjavíkurborg og barðist þar fyrir hagsmunum Eflingarfélaga sem vinna við eitt erfiðasta starf borgarinnar, í gistiskýlunum – og náði raunverulegum árangri fyrir hópinn.
Þar sem að Guðmundur er gengur betur – og er skemmtilegra.
Ég hvet ykkur í Samfylkingunni til að velja Guðmund á lista – þið viljið hafa hann með ykkur í liði. Ég tala af góðri reynslu.