

Alexey Zhuravlev, rússneskur þingmaður, vill að rússneski sjóherinn sökkvi nokkrum bandarískum landhelgisgæslubátum til þess að hefna fyrir haldlagningu tankskipsins Marinera sem var haldlagt í íslenskri efnahagslögsögu dögunum.
Marinera var á leið frá Venesúela til Rússlands. Skipið siglir undir rússneskum fána og er talið vera hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa.
Marinera komst í gegnum herkví Bandaríkjahers í kringum Venesúela fyrir um tveimur vikum og var elt af bandarísku herskipi. Með aðstoð Breta var skiptið stöðvað og haldlagt suðaustan við Ísland á miðvikudag.
Rússar hafa brugðist illa við fréttum af haldlagningu skipsins. En það hefur áður verið notað í ýmis konar smyglstarfsemi, til að mynda fyrir hryðjuverkasamtökin Hezbollah í Líbanon.
„Ráðumst á þá með tundurskeytum, sökkvum nokkrum bandarískum landhelgisgæslubátum,“ sagði Zhuravlev. „Ég held að Bandaríkin, sem eru í einhvers konar refsileysissælu eftir aðgerðina í Venesúela, verði aðeins stöðvuð með slíku.“