fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Rússneskur þingmaður vill sökkva bandarískum bátum út af haldlagningu tankskipsins Marinera

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. janúar 2026 17:30

Alexey Zhuravlev þingmaður. Mynd/Holomodor safnið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexey Zhuravlev, rússneskur þingmaður, vill að rússneski sjóherinn sökkvi nokkrum bandarískum landhelgisgæslubátum til þess að hefna fyrir haldlagningu tankskipsins Marinera sem var haldlagt í íslenskri efnahagslögsögu dögunum.

Marinera var á leið frá Venesúela til Rússlands. Skipið siglir undir rússneskum fána og er talið vera hluti af hinum svokallaða skuggaflota Rússa.

Marinera komst í gegnum herkví Bandaríkjahers í kringum Venesúela fyrir um tveimur vikum og var elt af bandarísku herskipi. Með aðstoð Breta var skiptið stöðvað og haldlagt suðaustan við Ísland á miðvikudag.

Rússar hafa brugðist illa við fréttum af haldlagningu skipsins. En það hefur áður verið notað í ýmis konar smyglstarfsemi, til að mynda fyrir hryðjuverkasamtökin Hezbollah í Líbanon.

„Ráðumst á þá með tundurskeytum, sökkvum nokkrum bandarískum landhelgisgæslubátum,“ sagði Zhuravlev. „Ég held að Bandaríkin, sem eru í einhvers konar refsileysissælu eftir aðgerðina í Venesúela, verði aðeins stöðvuð með slíku.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið