
Litháískur ríkisborgari, Sarunas Juozaponis, var þann 9. janúar sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, í Héraðsdómi Reykjaness.
Honum var gefið að sök að hafa laugardaginn 22. nóvember 2025 staðið að innflutningi á 3000 ml af kókaíni í vökvaformi með styrkleika 55-57%. Efnin voru ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi en hann flutti þau til landsins með farþegaflugi frá Lettlandi til Keflavíkurflugvallar. Efnin voru falin í fjórum flöskum í farangri hans.
Sarunas játaði sök við þingfestingu málsins en við ákvörðun refsingar tók dómari mið af því að hann hefði flutt mikið magn af sterkum fíkniefnum til landsins.
Var niðurstaðan þriggja og hálfs árs fangelsi.
Dóminn má lesa hér.