fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 15. september 2025 17:30

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaður sem nýlega var á ferð á Íslandi greinir frá því í Facebook-hópi um Íslandsferðir að hann hafi getað fengið flösku af Reyka vodka, sem framleitt er á Íslandi, á lægra verði í áfengisverslun í heimalandinu en í verslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Segist hann furða sig á þessu en þakka fyrir að geta fengið vöruna í heimalandinu.

Maðurinn birtir myndir máli sínu til sönnunar. Á myndinni frá Keflavíkurflugvelli, sem maðurinn segir að hafi verið tekin nýlega, sést að eins lítra flaska af Reyka kostaði 3.990 krónur. Á hinni myndinni sem maðurinn segir að sé tekin í áfengisverslun í New Hampshire sést að þar kostaði flaska sem inniheldur 1,75 lítra af Reyka 29,99 dollara. Það jafngildir 3.675 íslenskum krónum en raunar er tekið fram á verðmiða að um sé að ræða útsöluverð og verðið sé annars 5 dollurum hærra. Það myndi jafngilda 4.288 krónum en það verð væri í raun hagstæðara en verðið í Fríhöfninni vegna stærðarmunarins á flöskunum.

Skatturinn

Í athugasemdum við færsluna er bent á að þótt Fríhöfnin eigi í orði kveðnu að vera tollfrjáls sé lagt áfengisgjald á áfengi sem sé selt þar eins og annað áfengi sem selt er á Íslandi. Önnur gjöld eru hins vegar ekki lögð á áfengi sem Fríhöfnin selur en eins lítra flaska af Reyka er töluvert dýrari utan veggja Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en áfengisgjaldið er lægra á áfengi í Fríhöfninni. Í því samhengi má nefna til dæmis að eins lítra flaska af Reyka kostar 11.990 krónur í verslunum ÁTVR.

Eftir því sem DV kemst næst er hins vegar enginn skattur lagður á áfengi sem selt er í verslunum í New Hampshire.

Í athugasemdum við færsluna velta aðrir Bandaríkjamenn því fyrir sér hvers vegna áfengisgjald sé svona hátt á Íslandi og fá þau svör frá Íslendingum að það sé líklega til að koma í veg fyrir að landsmenn neyti áfengis í óhófi.

Ísland virðist þó ekki vera alveg einstakt, í þessum efnum, en Skoti sem búsettur er í Bandaríkjunum segist kaupa skoskt viskí þar í landi og flytja það með sér til Skotlands þegar hann heimsæki fjölskyldu sína þar. Þökk sé breskri skattlagningu á áfengi fá hann viskíið í Bandaríkjunum á um helmingi af því verði sem hann þurfi að borga fyrir það í heimalandinu.

Ekki einhlítt

Einn Bandaríkjamaður bendir á að áfengisverð og munur á því snúist einna helst um skattlagningu og þar sem hún sé misjöfn í Bandaríkjunum geti það birst í verðmuni sem virðist undarlegur. Segist viðkomandi til að mynda hafa getað fengið flösku af tilteknu viskíi á lægra verði í New York en hjá framleiðandanum sem þó sé í aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð frá heimili hans.

Ljóst er þó að hér er komið enn eitt dæmið um háa verðlagningu á Íslandi en eins og það er orðað í einni athugasemd við umrædda færslu:

„Er eitthvað ódýrt í þessu landi? Andskotinn sjálfur, þetta er svo ósanngjarnt.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Í gær

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram