fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 12:39

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum notuðu þjófar gröfu í nótt til að stela hraðbanka í heilu lagi í Mosfellsbæ. Hraðbankinn sem er í eigu Íslandsbanka var staðsettur við skrifstofur bæjarins. Grafan hefur fundist en ekki þjófarnir eða hraðbankinn. Á samfélagsmiðlum má greina nokkra þórðargleði vegna málsins enda njóta bankar almennt ekki mikillar velvildar á Íslandi. Meðal þeirra sem lýsa yfir nokkri ánægju með ránið er Bubbi Morthens tónlistarmaður. Hann segist í stuttri Facebook-færslu þó ekki vera að mæla slíku athæfi bót en ránið minni þó óneitanlega á verk dáðrar sögupersónu:

„Það er einhver Hróa hattar bragur á því að ræna banka með gröfu þó ekki mæli ég því bót, en hvernig bankarnir haga sér í skjóli ríkistjórnar Íslands þá er hráleiki brotsins og framkvæmd þess á sinn hátt fallegt andsvar.“

Í athugasemdum við færsluna er tekið undir þessi orð Bubba.

„Ræna þá sem ræna okkur.“

„Já, bankar eru bara þjófa fyrirtæki og ekkert annað. Við erum tilneydd að vera í banka með peningana/ færslurnar okkar, og svo kalla þau okkur viðskiptavini.“

„Og manni var sagt að besta ráðið til að ræna banka væri að ræna þá innan frá. Nú virðist utan-frá aðferðin ekki síður virka. Bara mismunandi áferð.“

Hrói höttur

Hrói höttur (e. Robin Hood) er persóna úr enskum þjóðsögum en sögurnar gerast þar í landi á miðöldum. Í nýrri útgáfum af sögunum stelur hann frá ríku fólki til að gefa því fátæka.

Hvort að hraðbankaræningjarnir í Mosfellsbæ ætla að fylgja fordæmi hans og gefa fátækum ránsfenginn verður að teljast ólíklegt og því virðist þessi samlíking langsótt. Hins vegar er eflaust ágætt í þessu samhengi að hafa þetta orðatiltæki í huga:

Aldrei að segja aldrei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“