Þar var sagt frá því að tilboði Sparra ehf., sem er 29 ára gamalt byggingarfyrirtæki á Suðurnesjum, í verk á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ, hafi verið hafnað þrátt fyrir að um lægsta boð hafi verið að ræða.
Í fréttinni kom fram að ástæðan fyrir þessu hafi verið sú að boðinn verkefnastjóri hafi ekki verið með tilskilda háskólamenntun. Viðkomandi er samt sem áður með áratuga reynslu af byggingastjórnun.
Kærunefnd útboðsmála hefur nú hafnað kröfum Sparra ehf. um að fella úr gildi ákvörðun Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna um að taka öðru tilboði.
„Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag,” sagði Sigmundur Davíð í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann deildi umræddri frétt. Hann útskýrði orð sín ekki nánar en margir lögðu orð í belg undir færslu Sigmundar og tóku undir með honum eins og sjá má hér að neðan.