fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líklega allir til í að taka fjármál sín föstum tökum, greiða niður skuldir og safna sparifé. En hvernig á fólk að fara að slíku? Fjármálaráðgjafinn Björn Berg mælir með snjóboltaaðferðinni.

Björn segir frá því í grein sinni á Vísi að honum hafi borist bréf frá 31 árs gömlum manni. Maðurinn segir sig og konu sína hafa verið nýlega búin að taka til í fjármálum heimilisins og ná að leggja til hliðar ágætis summu í hverjum mánuði. 

„Við erum hinsvegar ekki viss hvort við eigum greiða niður hin ýmsu lán, fjárfesta í hlutabréfum/sjóðum, láta peninginn ávaxtast inná reikningi eða gera allt í senn. Hvað er best að gera þegar til lengri tíma er litið?“ 

Björn segist svara manninum almennt þar sem hann viti ekki hvaða lán þau skuldi, hvað þau eigi í afgang mánaðarlega og hvernig sparnað þau eigi.

Hann gefur upp ýmis góð ráð en þegar kemur að skuldunum sé það snjóboltaaðferðin sem gefist mörgum vel. Það sé að ráðast á fullum þunga á minnsta lánið og greiða það hratt upp og síðan koll af kolli á næstu lán. „Hún hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið og greiða skuldir hratt niður,“ skrifar Björn.

Lesa má greinina í heild sinni hér og senda Birni spurningar hvað varðar fjármál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi