fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Karl Héðinn stígur til hliðar í kjölfar umdeilds samneytis við táningsstúlku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 10:00

Karl Héðinn Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Héðinn Kristjánsson hefur sagt af sér formennsku í Roðanum ungliðahreyfingu Sósíalistaflokksins. Þetta gerir hann í kjölfar harðrar gagnrýni eftir að upp úr krafsinu kom að hann átti árið 2017 um skamma hríð í ástarsambandi við táningsstúlku, frá Austurríki þegar hann var 22 ára. Í færslu þar sem Karl gekkst við sambandinu sagði hann stúlkuna hafa verið 16 ára en það reyndist ekki vera rétt því stúlkan var 15 ára gömul.

Fékk Karl Héðinn yfir sig talsverða gagnrýni vegna þess.

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Þau kynntust í sumarbúðum Pírata í Svíþjóð en Karl Héðinn og stúlkan sem nú er á þrítugsaldri fullyrða bæði að það hafi endað sambandið í góðu og séu enn góðir vinir. Steig hún meðal annars fram og varði Karl á samfélagsmiðlum.

Í yfirlýsingu þar sem Karl Héðinn tilkynnir afsögn sína sem formaður Roðans segir hann meðal annars:

„Ég er ótrúlega stoltur af því sem við höfum byggt saman undanfarin ár, og þakklátur fyrir samstarfið, baráttuna og traustið sem mér hefur verið sýnt. Á síðustu vikum hefur komið upp umræða vegna sambands sem ég átti, þegar ég var 22 ára gamall, við töluvert yngri manneskju. Þetta samband átti sér stað utan vettvangs ROÐA og löngu áður en ég tók að mér forystuhlutverk í félaginu. Enginn innan hreyfingarinnar hefur lýst neikvæðri reynslu af mér, en ég geri mér grein fyrir því að sambandið og þögn mín um það hefur vakið gagnrýni og óöryggi, sérstaklega í hreyfingu sem leggur áherslu á jafnrétti, öryggi og traust.“

Fengur

Karl Héðinn tekur sérstaklega fram að hann hafi aldrei litið á neina manneskju sem „auðveldan feng“ eða ætlað að nýta aðstæður sér í hag en segir ljóst að það dugi ekki til að halda ótrauður áfram formennskunni:

„Þótt það hafi aldrei verið ætlunin geri ég mér nú betur grein fyrir því hvernig slíkt samband getur vakið áleitnar spurningar og það ber að taka alvarlega. Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að dómgreind mín hefði átt að vera betri á sínum tíma og að þögn mín um sambandið í upphafi þátttöku minnar í ROÐA hefur valdið skiljanlegu óöryggi. Ég lít svo á að ábyrgð felist ekki aðeins í gerðum, heldur líka í gagnsæi, viðkvæmni og viljanum til að læra og vaxa. Ég harma mjög að aðrir upplifðu vanlíðan í tengslum við þetta mál og vona að þessi yfirlýsing skýri afstöðu mína og fyrirætlanir.“

Karl Héðinn segist að lokum ætla að halda áfram í félagslegri baráttu:

„Ég mun nú beina athygli minni að öðrum sviðum, leggja mitt af mörkum með nýjum hætti og einbeita mér að því sem ég get best. Bæði innan flokksins og í öðrum félagslegum og skapandi verkefnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

6 hæða hótel mun rísa í Borgartúni 1

6 hæða hótel mun rísa í Borgartúni 1
Fréttir
Í gær

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum