fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 14:45

Grindavík. Mynd: Grindavíkurbær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavíkurbær auglýsir nú sjö íbúðir sem eru í eigu sveitarfélagsins til leigu. Opið er fyrir umsóknir í gegnum íbúagátt Grindavíkurbæjar og er umsóknarfrestur til og með 10. júlí 2025.

Forgangur og úthlutunarreglur

Umsækjandi sem hafði leigusamning að tiltekinni íbúð þann 10. nóvember 2023, þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa, nýtur forgangs að henni. Að því slepptu verður eftirfarandi haft til hliðsjónar:

  • Hvort umsækjandi hafi átt lögheimili í Grindavík 10. nóvember 2023.
  • Hvort umsækjandi falli undir tekju- og eignamörk.
  • Hvort umsækjandi hafi átt húsnæði í Grindavík sem nú er óíbúðarhæft vegna jarðhræringa.

Leiguverð 165 – 233 þúsund krónur á mánuði

Íbúðirnar eru eins og áður sagði sjö talsins, fjórar þeirra eru í fjöleignarhúsum að Leynisbraut 13a og 13b, og þrjár eru í fjöleignarhúsum að Staðarhrauni 24a og 24b.

Leiguverð fyrir minnstu íbúðirnar, 58,9 fm, sem skiptast í stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi, er 165 þúsund kr. á mánuði. Leiguverð fyrir stærri íbúðir er á bilinu 183-193 þúsund kr. Á mánuði. Leiguverð fyrir stærstu íbúðina, 124,8 fm, sem skiptist í stofu, fjögur svefnherbergi, eldhús og baðherbergi er 233 þúsund á mánuði. Í öllum tilvikum greiðir leigjandi einnig hita, hússjóð og rafmagn,

Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að ef fleiri en einn uppfyllir ofangreind skilyrði fyrir sömu íbúð, sker hlutkesti úr um hver fær úthlutað íbúðinni. Umsækjendur geta sótt um fleiri en eina íbúð. Ef enginn umsækjandi uppfyllir ofangreint verður íbúðunum úthlutað til annarra umsækjenda.

Viðmiðunarupphæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða

Frá og með 1. janúar 2025 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk leigjenda slíkra félagslegra leiguíbúða (skv. 1. og 2. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál) eftirfarandi:

  • Árstekjur einstaklings: 7.485.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu: 1.872.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hjón og sambúðarfólk: 10.480.000 kr.
  • Eignamörk: 8.079.000 kr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann