Grindavíkurbær auglýsir nú sjö íbúðir sem eru í eigu sveitarfélagsins til leigu. Opið er fyrir umsóknir í gegnum íbúagátt Grindavíkurbæjar og er umsóknarfrestur til og með 10. júlí 2025.
Umsækjandi sem hafði leigusamning að tiltekinni íbúð þann 10. nóvember 2023, þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa, nýtur forgangs að henni. Að því slepptu verður eftirfarandi haft til hliðsjónar:
Íbúðirnar eru eins og áður sagði sjö talsins, fjórar þeirra eru í fjöleignarhúsum að Leynisbraut 13a og 13b, og þrjár eru í fjöleignarhúsum að Staðarhrauni 24a og 24b.
Leiguverð fyrir minnstu íbúðirnar, 58,9 fm, sem skiptast í stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi, er 165 þúsund kr. á mánuði. Leiguverð fyrir stærri íbúðir er á bilinu 183-193 þúsund kr. Á mánuði. Leiguverð fyrir stærstu íbúðina, 124,8 fm, sem skiptist í stofu, fjögur svefnherbergi, eldhús og baðherbergi er 233 þúsund á mánuði. Í öllum tilvikum greiðir leigjandi einnig hita, hússjóð og rafmagn,
Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að ef fleiri en einn uppfyllir ofangreind skilyrði fyrir sömu íbúð, sker hlutkesti úr um hver fær úthlutað íbúðinni. Umsækjendur geta sótt um fleiri en eina íbúð. Ef enginn umsækjandi uppfyllir ofangreint verður íbúðunum úthlutað til annarra umsækjenda.
Frá og með 1. janúar 2025 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk leigjenda slíkra félagslegra leiguíbúða (skv. 1. og 2. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál) eftirfarandi: