fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Varar Íslendinga við Trump

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. maí 2025 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton sem var þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump á fyrra kjörtímabili hans sem Bandaríkjaforseti varar Íslendinga við því að vekja of mikla athygli á sér gagnvart forsetanum og segir að sérstaklega slæmt væri ef Trump kæmist að því að Ísland eyði frekar litlu í varnarmál og hafi ekki eigin her.

Bolton lætur þessi ummæli falla í viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá 2018-2019 en það kastaðist í kekki á milli þeirra. Síðan þá hefur Bolton reglulega gagnrýnt Trump og fundið honum allt til foráttu.

John Bolton.

Í viðtalinu við Heimildina ræðir Bolton um þá staðreynd að Ísland er töluvert undir viðmiðum, sem Trump hefur áður krafist af aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO), um að eyða að minnsta kosti 2 prósent af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Raunar hefur Trump eftir að hann tók aftur við forsetaembættinu krafist þess að viðmiðin verði 5 prósent.

Trump hefur hótað því að Bandaríkin muni ekki koma þeim aðildarríkjum NATO til varnar sem fari ekki eftir þessu. Bolton segir að þegar þetta beri á gómana hafi hann spurt stuðningsmenn Trump eftirfarandi spurninga:

„Væruð þið sátt við að hafa rússneskar og kínverskar flota- og flugstöðvar á Íslandi? Þið mynduð ekki hafa neinar áhyggjur af því, ekki satt? Þá vakna þau aðeins og segja nei, það er ekki nákvæmlega það sem við áttum við.“

Ekki flýta sér

Bolton ráðleggur þó íslenskum stjórnvöldum að funda með Trump á endanum en vera ekkert að flýta sér að því og ráðgast fyrst við hin norrænu ríkin enda sé Ísland eitt af þeim. Vill hann meina að eftir það væri góð hugmynd að leggja fram með lágstemmdum hætti tillögu um að Bandaríkin sendi aftur herlið til Íslands. Hann segir að best væri að leyfa Trump að eigna sér alfarið heiðurinn af því:

„Látið hann fá heiðurinn honum líkar það alltaf.“

Bolton telur það góða hugmynd fyrir bæði löndin að Ísland óski eftir endurkomu bandaríska hersins. Hann telur óþarfi að Ísland stofni eigin her og mælir fremur með því að Landhelgisgæslan verði efld á þann hátt að það gagnist NATO í heild, með sérstakri áherslu á að gæta hafsvæðisins í kringum Ísland.

Bolton mælir með því að íslensk stjórnvöld rækti samskiptin við önnur ríki, en Bandaríkin, og efli getu sína í öryggismálum næstu eitt til tvö árin og voni að Trump taki ekki eftir Íslandi á meðan en þegar það loksins gerist sé nauðsynlegt að vera vel undirbúin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Fékk skrúfu í pylsuna

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós