fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fréttir

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. maí 2025 20:25

Sigurbjörg Jónsdóttir var borin út úr íbúð sem hún leigði í Bríetartúni. Mynd: Grétar A.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Jónsdóttir, sem borin var út úr húsnæði í eigu Félagsbústaða við Bríetartún vegna vangoldinnar leigu, er enn heimilislaus.

„Gatan“ er svar hennar þegar hún er spurð hvar hún gisti núna.

Eins og DV greindi frá fyrir skömmu aumkvaði gömul vinkona Sigurbjargar sig yfir hana í síðustu viku og greiddi fyrir hana þrjár nætur á gistiheimili í Skipholti.

Hún hefur hins vegar verið á götunni síðan á laugardag.

Sjá einnig: Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði í viðtali við Stöð 2 á þriðjudagskvöld í síðustu viku að velferðarsvið Reykjavíkurborgar væri að vinna í máli Sigurbjargar og myndi bjóða henni aðstoð.

Þetta hefur ekki gengið eftir ennþá. DV sendi Sönnu fyrirspurn í dag og spurði hana hvernig þetta mál stæði. Svör Sönnu verða birt þegar og ef þau berast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bongóblíða í höfuðborginni í dag

Bongóblíða í höfuðborginni í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda