fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 10:30

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Finns Ingi Einarssonar sem var sakfelldur á síðasta ári fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar verður tekið fyrir í Hæstarétti.

Finnur Ingi var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur sneri dómnum við og sakfelldi hann.

Landsréttur sagði framburð Finns Inga ótrúverðugan og vísaði til þess að lífsýni úr konunni hefðu fundist á getnaðarlim hans. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Landsréttur sneri við sýknudómi og sakfelldi Finn Inga fyrir nauðgun á árshátíð

Beiðni Finns Inga um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar var einkum byggð á þeim ákvæðum laga sem kveða á um að slíkt leyfi skuli vera veitt hafi viðkomandi verið sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti. Lög kveða þó um að leyfið skuli ekki veitt ef Hæstiréttur telji augljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Lögmaður Finns Inga taldi einnig að málið hefði umtalsvert fordæmisgildi um aðferðarfræði Landsréttar við sönnunarmat. Í forsendum héraðsdóms sé að finna ítarlegan rökstuðning fyrir sýknu hans. Þar sé þess meðal annars getið að farið hafi verið í vettvangsgöngu og gögn málsins og rannsókn lögreglu geti ekki leitt til sakfellingar vegna þess vafa sem uppi sé í málinu. Landsréttur hafi hins vegar algerlega litið fram hjá þeim atriðum sem gætu leitt til sýknu. Málið varði verulega hagsmuni Finns Inga og mannréttindi hans.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að þar sem rétturinn telji ekki augljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar sé beiðni um áfrýjun málsins samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“