

Hrannar Markússon, maður um fertugt, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir þjófnað á hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu, sem og fyrir hlutdeild í stórþjófnaði í Hamraborg árið 2024, þegar tveir menn stálu á þriðja tug milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í Kópavogi.
RÚV greindi frá.
Hrannar játaði sök í báðum málunum. Verjandi hans, Sveinn Andri Sveinsson, segir í viðtali við RÚV að dómurinn hafi verið þyngri en hann átti von á. Ólíklegt sé þó að dómnum verði áfrýjað.