

Í dag er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og af því tilefni hefur Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum, sett saman eftirfarandi grein sem inniheldur mikilvæg ráð og varúðarorð á aðventunni:
Þó í desember séu tékklistarnir lengri en hina mánuðina þá er einn tékklisti sem skiptir meiri máli en innkaupalistarnir og það er eldvarna-tékklistinn. En desember er sá mánuður ársins þar sem eldsvoðum fjölgar mest og því er dagur reykskynjarans einmitt haldinn 1. desember til að minna fólk á að fara yfir eldvarnir á heimilinu sínu og draga þannig verulega úr líkum á að kvikni í.
Tölfræði slökkviliða sýnir að útköll vegna elds aukast verulega á aðventunni, sérstaklega á kvöldin og um nætur. Algengustu orsakir eldsvoða á Íslandi eru rafmagn (21%) og eldamennska (20%), og yfir hátíðirnar eykst hættan enn frekar vegna kertaljósa, jólasería og aukinnar notkunar rafmagnstækja.
Til að einfalda fólki lífið eru hér tékklisti yfir það helsta sem snýr að góðum eldvörnum.
Tékklisti eldvarna fyrir aðventu og jól
Reykskynjarar
Slökkvitæki og búnaður
Rafmagn og jólatengdur búnaður
Eldamennska
Kertaljós og opinn eldur
Flóttaleiðir
Með því að gefa sér örfáar mínútur til að fara yfir eldvarnir heimilisins má koma í veg fyrir alvarlega atburði og tryggja sér og sínum meiri öryggi yfir hátíðirnar. Aðventan á að vera tími friðar, birtu og samvista — og með réttum undirbúningi getum við notið hennar á öruggan og áhyggjulausan hátt.
Njótið aðventunnar, farið varlega og hafið eldvarnirnar í lagi.