fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. desember 2025 07:30

Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er alþjóðlegur dagur reykskynjarans og af því tilefni hefur Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum, sett saman eftirfarandi grein sem inniheldur mikilvæg ráð og varúðarorð á aðventunni:  

Þó í desember séu tékklistarnir lengri en hina mánuðina þá er einn tékklisti sem skiptir meiri máli en innkaupalistarnir og það er eldvarna-tékklistinn.  En desember er sá mánuður ársins þar sem eldsvoðum fjölgar mest og því er dagur reykskynjarans einmitt haldinn 1. desember til að minna fólk á að fara yfir eldvarnir á heimilinu sínu og draga þannig verulega úr líkum á að kvikni í.

Tölfræði slökkviliða sýnir að útköll vegna elds aukast verulega á aðventunni, sérstaklega á kvöldin og um nætur. Algengustu orsakir eldsvoða á Íslandi eru rafmagn (21%) og eldamennska (20%), og yfir hátíðirnar eykst hættan enn frekar vegna kertaljósa, jólasería og aukinnar notkunar rafmagnstækja.

Til að einfalda fólki lífið eru hér tékklisti yfir það helsta sem snýr að góðum eldvörnum.

Tékklisti eldvarna fyrir aðventu og jól

Reykskynjarar

  • Reykskynjarar eiga helst að vera í öllum herbergjum á heimilinu
  • Prófa alla reykskynjara á heimilinu
  • Skipta um rafhlöður ef engin eða veik píp heyrast
  • Staðsetja reykskynjara í lofti, 30–50 cm frá vegg
  • Setja reykskynjara í eða við svefnherbergi og á hverja hæð
  • Nota samtengda reykskynjara ef mögulegt er

Slökkvitæki og búnaður

  • Athuga að slökkvitækið sé í lagi og á réttum stað
  • Ganga úr skugga um að eldvarnarteppi sé sýnilegt og aðgengilegt í eldhúsinu

Rafmagn og jólatengdur búnaður

  • Ekki ofhlaða fjöltengi eða millistykki
  • Skoða að jólaseríur og snúrur séu óskemmdar
  • Hlaða raftæki og rafmagnshlaupahjól fjarri flóttaleiðum og eldfimum efnum
  • Slökkva á jólaseríum þegar enginn er heima eða þegar farið er að sofa

Eldamennska

  • Ekki skilja pott eða pönnu eftir á hellu
  • Sýna aðgát þegar eldað er úr olíu eða feiti
  • Hafa eldvarnarteppi eða slökkvitæki innan seilingar

Kertaljós og opinn eldur

  • Aldrei skilja kerti eftir eftirlitslaus
  • Halda kerti frá gluggatjöldum, þurru greni og pappír
  • Varast trekk frá opnum gluggum eða hurðum
  • Nota kertaundirlag sem þolir hita
  • Slökkva á kertum áður en farið er úr rýminu eða að sofa

Flóttaleiðir

  • Ganga úr skugga um að gangar og útgönguleiðir séu ekki þröngir eða stífluðir
  • Tryggja góða lýsingu á stigagöngum og útgönguleiðum

Með því að gefa sér örfáar mínútur til að fara yfir eldvarnir heimilisins má koma í veg fyrir alvarlega atburði og tryggja sér og sínum meiri öryggi yfir hátíðirnar. Aðventan á að vera tími friðar, birtu og samvista — og með réttum undirbúningi getum við notið hennar á öruggan og áhyggjulausan hátt.

Njótið aðventunnar, farið varlega og hafið eldvarnirnar í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu

Áfall fyrir Zelensky: Húsleit hjá nánasta samstarfsmanninum vegna gruns um spillingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir

Framhaldsskólanemi lætur Sjálfstæðismenn heyra það fyrir að hafa miklar skoðanir en engar lausnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hver verður staða Íslands ef NATO veikist?

Hver verður staða Íslands ef NATO veikist?