

Hinn 11 ára gamli Pétur Sigurðsson sem leitað var að í Orlando í Bandaríkjunum síðan á föstudag er kominn í leitirnar.
Móðursystir hans Edna Jonsson greinir frá á Facebook, en það var búðarstarfsmaður sem bar kennsl á hann:
„Pétur er FUNdINN!!! Innilegar þakkir til Michaels hjá Publix sem fann Pétur. Við erum svo glöð að hann sé nú óhultur.
Þökkum öllum kærlega fyrir sem hjálpuðu okkur að koma orðinu á framfæri! Vinna ykkar hjálpaði til við að finna hann.“
Sjá einnig: Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila