fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. nóvember 2025 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ellefu ára gamli Pétur Sigurðsson, sem lýst hefur verið eftir í bandarísku borginni Orlando í Flórídafylki, er í öruggum höndum að sögn móður hans. Lögregluyfirvöld ytra leita hans hins vegar enn en málið tengist flókinni og erfiðri foræðisdeilu.

DV greindi frá auglýsingu lögreglu fyrr í dag en Pétur hefur verið týndur frá því um hádegisbilið í gær eftir að hann skreið út um glugga á heimili afa síns ytra.

Vefmiðilinn Nútíminn hefur eftir móður Péturs, Guðnýju Pétursdóttur, að Pétur sé í öruggum höndum vina sinna ytra. Hún hefur verið búsett í Flórídafylki í  Bandaríkjunum um árabil ásamt foreldrum sínum en býr nú í Hafnarfirði.

Hún hafi lent upp á kant við barnavernd Hafnarfjarðarbæjar og málið verið á leið fyrir dómstóla. Þá hafi hún fengið nóg og sent son sinn vestur um haf til afa sinnar og ömmu.

„Pétur Steinn Sigurðsson, sonur minn, er mjög sjálfstæður og treystir ekki mörgum. Þegar hann er í nýju umhverfi treystir hann ekki aðstæðum og tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Hann var í sambandi við mig og ákvað sjálfur að stinga af. Á Íslandi var hann vanur frelsi sem börn þekkja þar. Hann ætlaði bara út að sparka í bolta með vinum sínum. Síðan hættu foreldrar mínir að svara bæði honum og mér. Ég sagði honum þá að hafa samband við ákveðna vini mína þarna úti sem hann treystir — og hann gerði það. Nú er hann hjá þeim. Ég hef beðið barnavernd í Hafnarfirði um að hafa samband við mig til að leysa málið, en þau segja það nú úr sínum höndum. Þau segjast ekki vita neitt,“ hefur Nútíminn eftir móðurinni.

Þá kemur fram að lögregluyfirvöld vestanhafs hafi rætt við Guðnýju og málið nú í ferli ytra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann