

Lögreglan í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum lýsir nú eftir 11 ára gömul íslenskum dreng, Pétri Sigurðssyni, sem týndist um hádegisleytið í gær.
Hefur ekkert til drengsins spurst síðan og hefur hann því verið týndur í um 20 klukkustundir þegar þessi orð eru skrifuð. Í auglýsingunni kemur fram að Pétur hafi verið í svörtum bol og svörtum körfuboltastuttbuxum þegar hann skreið út um glugga á heimili sínu í bandarísku borginni og hvarf.
Í auglýsingu lögreglu kemur fram að fundarlaunum sé heitið ef einhverjir geta komið á framfæri upplýsingum sem geta leitt til þess að Pétur finnist.
Fréttin verður uppfærð