fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 22:00

Ólafur William hand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ segir Ólafur William Hand þegar hann rifjar upp nóttina sem áhöfn togarans Péturs Jónssonar RE-69 kom til björgunar á Flateyri í viðtal við Einar Bárðarson í hlaðvarpinu Einmitt.

Aðfaranótt 26. október 1995 þegar snjóflóðið mikla féll á Flateyri og breytti öllu.

Rækjutogarinn Pétur Jónsson RE-69 lá í vari undir Grænuhlíð á Ísafjarðardjúpi þegar fréttirnar bárust. Áhöfnin sigldi þegar í stað til Flateyrar. „Enginn spurði, en við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst,“ rifjar Ólafur upp um um nóttina sem hann og félagar hans voru kallaðir til björgunar.

Togarinn var með allra fyrstu aðilum á vettvang og þess vegna gat togarinn ekki lagst að svo höfnin héldist opin fyrir aðra viðbragðsaðila. Fjórir skipsverjar urðu eftir í skipinu til að halda því stöðugu.

„Við hinir fórum í sjóstakanna, sigldum í land, þar tóku björgunarsveitarmenn, sem höfðu verið fyrstir á vettvang, á móti okkur, áhöfninni var skipt upp og við sendir í minni hópum með öðrum mönnum sem þekktu aðstæður á Flateyri því við vissum ekkert”

Þegar þeir sigldu inn höfðu þeir ekki séð handa sinna skil og fram eftir morgni var blint og dimmt yfir öllu. En þegar leið fram á hádegi komu augnablik þar sem ofankomunni létti og það birti til í nokkrar mínútur og þá birtist þeim skelfileg staða.

„Þetta er sjón sem að ég mun aldrei gleyma. Það var eins og það hefði lent sprengja á bænum,”segir Ólafur. „Við voru þá komnir svolítið ofarlega í bænum og við  horfðum yfir bæinn og út á eyrina. Þetta voru húsaþök, bílar og vinnuvélar eins og hráviður út úm allt.”

Áhöfnin tók þátt í að grafa eftir þeim sem höfðu orðið undir flóðinu.

„Þetta voru nágrannar þeirra sem voru að grafa með okkur, vinir þeirra og fjölskyldur. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni. Við gátum bara gert það sem í okkar valdi stóð“.

Áhöfnin aðstoðaði við leitina langt fram á daginn og tók þátt í að bjarga einni unglingsstúlku á lífi. „Það var ljósið í myrkrinu. Þegar við fundum hana, lifandi, þá var eins og andartak af von færi í gegnum alla.“

Síðar sama dag barst svo loksins aðstoð frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni og bandaríska varnarliðinu sem þurfti að koma langt að. Þá var áhöfnin að draga sig í hlé. „Við fórum um borð í varðskipið, fengum hressingu og skömmu síðar vorum við farnir. Það var engin skipulögð áfallahjálp í þá daga,“ segir Ólafur. „Okkur var bara boðið róandi ef við gætum ekki sofið. Svo fórum við aftur út á miðin í 30 daga túr.“

Þegar Einar spyr hvort það hefði verið eðlilegt viðbragð í dag, hlær Ólafur hljóðlega.

„Í dag hefði engum heilvita manni dottið í hug að senda menn aftur út daginn eftir svona reynslu. En svona var þetta þá. Maður bara hélt áfram.“

Í þættinum ræða þeir einnig hvernig viðhorf hafa breyst á þessum 30 árum og hvað enn þarf að bæta.

„Í dag er talað um sársaukann, og það er viðurkennt að áföll skilja eftir sig spor,“ segir Ólafur. „Það er stórt skref. En það er enn verk að vinna, sérstaklega þegar kemur að því að verja fólk sem býr undir fjöllunum.“

„Við vorum bara sjómenn sem erum bara settir í aðstæður. Þú veist, þegar þú munstrar þig um um borð í einhvert skip til að sigla á rækju, þá ertu ekkert að reikna með einhverju svona,” bætir hann við. Talið berst því næst að því að þetta sé eitthvað sem hægt sé að gleyma og jafnvel erfitt að vinna úr.

„Jú, ég hef í raun aldrei farið frá Flateyri. Alltaf þegar snjóar þá man ég eftir Flateyri. Alltaf þegar hvessir þá man ég eftir Flateyri. Og ég veit að áhöfnin og strákarnir sem voru með mér um borð eru þar líka.“

Þáttinn í heild sinni má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum