fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. nóvember 2025 07:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðist nú hafa gefist upp eftir mikla pressu og ákveðið að hvetja fulltrúa Repúblikana til að kjósa með því að Epstein-skjölin verði birt í heild sinni. Segist forsetinn hafa ekkert að fela varðandi efni skjalanna.

Málið hefur reynst Trump afar erfitt en sífellt hafa bæst við nýjar upplýsingar á undanförnum mánuðum sem ýja að því að Epstein hafi verið nánari Trump en forsetinn hefur viljað viðurkenna.

Þá hefur hringlandaháttur Trump varðandi birtingu skjalanna haft neikvæð áhrif. Þannig var hann á því í kosningabaráttu sinni að birta skjölin en þegar hann var kominn í embætti hefur hann dregið lappirnar hvað það varðar og þvert á móti sett steina í götuna varðandi málið.

„Það er löngu orðið tímabært að afgreiða þennan blekkingarleik Demókrata,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social og sagði allt málið runnið undan rifjum öfgavinstri manna sem reyndu að koma höggi á Repúblikanaflokkinn.

Ef að eitthvað bitastætt væri í skjölunum þá hefðu Demókratar notað það gegn honum í síðustu kosningum.

Frumvarp um birtingu skjalanna í heild sinni liggur fyrir fulltrúardeild Bandaríkjaþings og verður greitt atkvæði um það á næstunni. Þá fer frumvarpið til öldungadeildarinnar til meðferðar.

Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu Trump eru margir efins um að frumvarpið fari í gegnum báðar deildarinar en verði það raunin mun lokaákvörðunin enda hjá Trump um hvort að hann skrifi undir ákvörðunina eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“