

Kristófer Máni Sigursveinsson, 2. varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, er óánægður með frétt sem Vísir birti í morgun. Þar er varaformaður flokksins, Snorri Másson, sakaður um að dreifa rasískri samsæriskenningu. Með fréttinni birti Vísir mynd frá landsþingi Miðflokksins þar sem Snorri var kjörinn varaformaður. Á myndinni er Snorri að fagna sigri og heldur á tveggja ára gömlum syni sínum.
Kristófer segir þetta ekkert annað en stríðsyfirlýsingu og að fólk ætti ekki að láta sér bregða ef henni verði svarað. Varaþingmaðurinn skrifar á X:
„Að birta mynd af tveggja ára syni Snorra og kalla föður hans rasista er stríðsyfirlýsing. Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Kristófer er formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Gullbrá, sem var stofnuð í október í fyrra. Hann var eins á 4. sæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum.
Snorri Másson hefur sjálfur gagnrýnt myndbirtingu Vísis en hann segir í færslu á Facebook að miðillinn hafi náð nýrri lægð.
Sjá einnig: Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“