fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristófer Máni Sigursveinsson, 2. varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, er óánægður með frétt sem Vísir birti í morgun. Þar er varaformaður flokksins, Snorri Másson, sakaður um að dreifa rasískri samsæriskenningu. Með fréttinni birti Vísir mynd frá landsþingi Miðflokksins þar sem Snorri var kjörinn varaformaður. Á myndinni er Snorri að fagna sigri og heldur á tveggja ára gömlum syni sínum.

Kristófer segir þetta ekkert annað en stríðsyfirlýsingu og að fólk ætti ekki að láta sér bregða ef henni verði svarað. Varaþingmaðurinn skrifar á X:

„Að birta mynd af tveggja ára syni Snorra og kalla föður hans rasista er stríðsyfirlýsing. Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Kristófer er formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Gullbrá, sem var stofnuð í október í fyrra. Hann var eins á 4. sæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum.

Snorri Másson hefur sjálfur gagnrýnt myndbirtingu Vísis en hann segir í færslu á Facebook að miðillinn hafi náð nýrri lægð.

Sjá einnig: Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Í gær

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst