fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 11:56

Pétur Sigurðsson, verkefnastjóri Barnabónus, og Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Gleym mér ei, takast í hendur fyrir miðri mynd og þar má einnig sjá Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóra Bónus, sem stóðu vaktina ásamt fleiri starfsmönnum Bónus og fjölda sjálfboðaliða við að fylla Barnabónus kassana af varningi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir frábærar viðtökur og mikla eftirspurn hefur Barnabónus opnað fyrir umsóknir árið 2026. Frá því verkefninu var hleypt af stokkunum fyrr á árinu hafa rúmlega 4.000 pakkar verið afhentir nýbökuðum foreldrum um allt land. Talið er að þetta jafngildi um 90% allra fæðinga á Íslandi árið 2025.

„Móttökurnar frá foreldrum og samfélaginu í heild hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Nýbakaðir foreldrar þurfa aukinn stuðning fyrstu mánuðina og við erum stolt af því að geta létt undir og lagt okkar af mörkum,“ segir Pétur Sigurðsson, verkefnastjóri Barnabónus.

Barnabónus er afar veglegur pakki sem inniheldur meðal annars ungbarnagalla, bleiur, krem og lekahlífar ásamt fleiri nauðsynjavörum fyrir nýbura og foreldra. Markmið verkefnisins er að létta á fjárhagslegri byrði fyrstu mánuðina eftir fæðingu.

Pakkarnir eru framleiddir á Íslandi og settir saman af sjálfboðaliðum, sem gefa vinnu sína til styrktar Gleym mér ei, samtökum sem styðja foreldra sem hafa upplifað missi á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir. Heildarverðmæti pakkanna nemur um 150 milljónum króna.

„Það er þessi samstaða með sjálboðaliðum og samstarfið okkar við birgja sem gerir Barnabónus að veruleika og við hlökkum til að halda verkefninu áfram á næsta ári,“ segir Pétur.

Yndislegt verkefni

,,Þetta er yndislegt verkefni og við erum afar þakklátar fyrir stuðninginn við fólkið okkar. Það er fjöldi sjálfboðaliða sem vinnur að því að fylla kassana af varningi og stuðningur Bónus er auðvitað ómetanlegur fyrir okkur. Gleym mér ei gefur 60-90 minningarkassa á ári til allra þeirra foreldra sem missa börnin sín á meðgöngu eða fljótlega eftir fæðingu. Við sem störfum eða sitjum í stjórn félagsins höfum flestar fengið minningarkassa og vitum hversu dýrmætir þeir eru á þessum erfiðasta tíma lífs manns. Okkur þykir því mjög táknrænt að vinnan á bak við Barnabónus hjálpi okkur að fjármagna minningarkassana,” segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Gleym mér ei.

Verðandi og nýbakaðir foreldrar um allt land geta sótt um Barnabónus sér að kostnaðarlausu á heimasíðu Bónus.

*Umsóknir Barnabónus eru samþykktar í samræmi við fæðingarmánuð barnsins. Ef barnið á að fæðast í febrúar 2026, þá er umsókn samþykkt og afhending fer fram í sama mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“