fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. nóvember 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi í tveimur óskildum málum sem voru þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru umræddir lögreglumenn ekki við störf hjá embættinu í dag og er litið á málin alvarlegum augum.

„Embættið lítur málin mjög alvarlegum augum enda afar mikilvægt að lögreglan njóti trausts meðal borgaranna til þess að hún geti rækt hlutverk sitt.

Skýrar kröfur eru gerðar til þess að störf lögreglu séu unnin af fagmennsku og innan þeirra heimilda og reglna sem hún starfar eftir. Verði misbrestur þar á er tekið á þeim málum með viðeigandi hætti.

Í báðum tilvikunum, þegar embættinu varð kunnugt um ætluð brot viðkomandi lögreglumanna, voru tafarlaust sendar tilkynningar þar um til embættis héraðssaksóknara sem fer með rannsóknir á meintum brotum lögreglumanna.“

Annað málið varðar meintar ólögmætar uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en að sögn Vísis er þar um að ræða lögreglukonu sem áður hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla. Aníta Rut Harðardóttir. Aníta vakti athygli árið 2020 þegar mynd af henni við skyldustörf fór í dreifingu í netinu sem sýndi hana með umdeilda fána á búningi sínum. Ári síðar vakti Aníta aftur athygli fyrir ummæli sem hún ritaði á Facebook þar sem hún talaði niður til kvenna, en Aníta hlaut í kjölfarið áminningu í starfi og var svo flutt til í starfi.

Sjá einnig: Lögreglukonunni Anítu Rut hefndist fyrir ummæli um Þórhildi, Öfga og „vælandi kerlingar niðri í bæ“ – Heimtaði 4 milljónir en fær ekki krónu

Aníta er nú sökuð um að hafa flett upp málum í LÖKE sem tengdust nákomnum vandamanni hennar. Hún er grunuð um að hafa misnotað stöðu sína með því að skoða upplýsingar um fólk og mál þeim tengd án þess að það væri í tengslum við störf hennar. Að sögn Vísis er um að ræða sex mál og 23 bókanir tengdar þeim. Hún neitar sök í málinu.

Sjá einnig: Merki á búningi íslenskrar lögreglukonu vekur athygli – „Áhugavert að lögreglan beri þekkt haturstákn“

Hitt málið varðar lögreglufulltrúa sem ekki hefur verið nafngreindur en hann mun vera reyndur í svokölluðum skyggingum. Hann er ákærður fyrir að hafa látið koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns sem var til rannsóknar án dómsúrskurðar og hljóðritað það sem fram fór í bifreiðinni og þannig brotið gegn friðhelgi einkalífs bifreiðaeigandans. Hann neitar einnig sök.

Formaður Landssambands lögreglumanna, Fjölnir Sæmundsson, segir ákærurnar koma á óvart. Eðilegra hefði verið að áminna lögreglumenn í svona tilfellum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki