fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Fréttir

Merki á búningi íslenskrar lögreglukonu vekur athygli – „Áhugavert að lögreglan beri þekkt haturstákn“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. október 2020 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlinum Twitter er vakin athygli á merkingum á lögreglubúningi sem sjá mátti á mynd við frétt mbl.is í dag. Maðurinn sem birti myndina á Twitter merkti lögregluna (eða „taggaði“) við færsluna og spurði hverjar reglur lögreglunnar væru um svona merkingar á grunni íslenska fánans.

Sigurður Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, bendir á það í athugasemd við tíst Sævars að græni fáninn, sem einnig er þekktur sem Vínlandsfáninn, á myndinni sé þekkt haturstákn. „Mér finnst áhugavert að lögreglan beri þekkt haturstákn. Vona að það sé af vanþekkingu en ekki stuðningsyfirlýsing,“ segir Sigurður.

Ef Vínlandsfáninn er skoðaður nánar virðist sem nokkurs konar hauskúpa sé á honum. Netverjar vilji meina að þetta sé merki The Punisher, sem er þekkt persóna, meðal annars í Marvel myndunum og hefur merkið verið notað í samhengi við gróft ofbeldi til þess að berjast gegn glæpum.  Ekki hefur fengist staðfest að myndmerkið sé The Punisher, né hefur náðst í lögreglukonuna sem ber merkin.

Vínlandsfáninn var upphaflega hannaður af tónlistarmanninum Peter Steele í tengslum við plötuumslag fyrir hljómsveit hans, Type O Negative. Íslenskur tónlistarmaður sem þekktur er undir nafninu Lord Pusswhip segir að hann efist um að aðdáendur hljómsveitarinnar noti þetta merki árið 2020 til að sýna dálæti sitt á hljómsveitinni. „Einhvern veginn efast ég um að Type O Negative aðdáendur séu að nota þetta patch árið 2020 til að sýna hvað þeir eru miklir Peter Steele aðdáendur … mjööög specific dæmi,“ segir hann.

„Mér finnst eiginlega mjög nauðsynlegt að lögreglan skýri þetta“

Segja má að þessi mynd af lögreglukonunni dreifist nú hratt um netheima. Eyvindur Karlsson, tónlistarmaður, þýðandi og uppistandari, er einn þeirra sem vekur athygli á myndinni en það gerir hann í opinni færslu á Facebook-síðu sinni. „Það þarf ekki að gúgla þetta mjög lengi til að sjá hversu rasísk og ógeðsleg skilaboð það sendir,“ segir Eyvindur.

„Fyrir utan það að vera brot á fánalögum sem varða allt að 12 mánaða fangelsisvist. Mér finnst eiginlega mjög nauðsynlegt að lögreglan skýri þetta. Ef það er viðhorfið innan lögreglunnar að svona skilaboð séu í lagi.“

Skjáskot af fréttinni á mbl.is með myndinni sem um ræðir

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við DV að hann hafi ekki séð umrædda mynd. Blaðamaður lýsti myndinni og merkjunum sem um ræðir fyrir Gunnari sem vildi ekki tjá sig um málið fyrr en hann væri búinn að sjá myndina með eigin augum. Þá var Gunnar einnig spurður út í það hvort lögregluþjónar megi bera svona merki á búningum sínum en Gunnar vildi heldur ekki svara því.

Tveir aðrir fánar

Á myndinni eru einnig tveir aðrir fánar. Annar þeirra er svartur fáni með blárri línu í stíl íslenska fánans. Sá fáni minnir mikið á fána sem stuðningsmenn lögreglumanna í Bandaríkjunum bera, Thin Blue Line Flag, en sá fáni er einnig með blárri línu í gegnum svartan fána, Bandaríska fánann.

Thin Blue Line Flag eða blá línu fáninn á að merkja þá þunnu línu sem lögreglumenn feta daglega í stöfum sínum og ku vísa til hversu þunn lína er milli lífs og dauða, reglu og óreglu. Gagrýnendur hafa bent á að fáninn sé táknmerki um „þau“, það er að segja lögreglan, á móti „okkur“ og er átt við fólkinu. Þannig sé verið að undirstrika aðskilnað lögreglu og þegna á neikvæðan hátt.

Hinn fáninn virðist vera sá íslenski nema svarthvítur. Þá eru stafirnir IS í hægra horninu á þeim fána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtán innanlandssmit í gær

Fimmtán innanlandssmit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“