

Þungfært er á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum hafa lent í töluverðum vandræðum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að lögreglan hafi þurft að aðstoða nokkurn fjölda ökumanna á Reykjanesbraut vegna færðar.
Reykjanesbrautin sé opin en þungfær. Bifreiðar séu misvel búnar fyrir veðrið.
Bifreiðar hafi verið dregnar í burtu en því starfi sé ekki lokið þar sem enn séu nokkrar bifreiðar úti í vegkanti.
Eins og kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu leggur lögreglan á Suðurnesjum áherslu á að ökumenn fari ekki af stað á vanbúnum bifreiðum.