

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér nýja tilkynningu rétt í þessu. Þar kemur fram að miklar umferðartafir sé á stofnbrautum svo sem á Sæbraut, Hafnarfjarðarvegi, Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi að Reykjavík. Langar biðraðir séu á til dæmis Hafnarfjarðarvegi en þær nái langleiðina í Garðabæ.
Segir að lokum að umferð gangi hægt og einhver umferðaróhöpp hafi orðið á þessum leiðum en séu þó minniháttar.