fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. október 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Árnason, eigandi og framkvæmdastjóri hins gjaldþrota byggingafyrirtækis Byggáss, hefur verið sakfelldur í þriðja skipti fyrir skattsvik í rekstri félagsins, en dómur var kveðinn upp yfir honum í Héraðsdómi Reykjaness þann 16. október síðastliðinn.

Byggás var upphaflega einnig ákært í málinu en síðan var fallið frá ákæru á hendur félaginu og Hjálmar einn ákærður. Skiptalok urðu í félaginu sumarið 2024. Engar eignir fundust í búinu og voru lýstar kröfur um 223 milljónir króna.

Hjálmar var að þessu sinni sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti í rekstri Byggás frá vorinu 2021 fram til vorsins 2022 og nemur upphæðin 35 milljónum króna. Einnig var hann ákærður fyrir virðisaukaskattsvik í rekstri annars félags, sem einnig er gjaldþrota, H82 ehf. Var það stofnað í lok apríl árið 2021 en úrskurðað gjaldþrota einu og hálfu ári síðar. Starfsemin fólst í leigu á vélum og búnaði og leigu atvinnuhúsnæðis. Er Hjálmar sakaður um vanskil á virðisaukaskatti í rekstri fyrirtækisins upp á rúmlega 11 milljónir króna.

Ennfremur var hann ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda í rekstri Byggáss fyrir meirihluta tímabilsins 2021 til og með 2022 sem nemur um 13,5 milljónum króna.

Skattaskuldir uppgerðar

Hjálmar kom fyrir dóminn og játaði brot sín samkvæmt ákæru. Sem fyrr segir er þetta í þriðja skipti sem hann er sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri Byggáss en hins vegar ber að hafa í huga að félagið er núna skuldlaust við Skattinn því allir vangoldnir skattar þess hafa verið greiddir.

Einnig kom fram að greiðslusamningur er milli Hjálmars og yfirvalda vegna sekta sem hann hefur verið dæmdur til að greiða í fyrri dómum og hefur hann staðið við umsamdar greiðslur.

Á hinn bóginn er einnig litið til þess við ákvörðun refsingar að brotin voru að hluta framin eftir að dómur yfir honum fyrir skattsvik hafði verið kveðinn upp vorið 2022 og rauf hann því skilorð þess dóms.

Niðurstaðan er sú að hann er dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rétt tæplega 120,5 milljóna króna í sekt. Enginn sakarkostnaður var í málinu þar sem verjandi Hjálmars, Gestur Gunnarsson lögmaður, afsalaði sér þóknun vegna verjendastarfanna.

Dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann

Héraðssaksóknari krafðist þess að Hjálmar yrði dæmdur í atvinnurekstrarbann, þ.e.a.s. honum yrði óheimilt að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma að öðrum hætti að stjórnun eða fara með meirihluta atkvæðisréttar í slíku félagi í allt að þrjú ár. Byggt er á lagaákvæði sem sett var til að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og kennitöluflakki.

Í niðurstöðu dómsins segir að með atvinnurekstrarbanni sé viðkomandi sviptur mikilvægum stjórnarskrárvörðum réttindum. Þeim megi setja skorður með lögum enda krefjist almannahagsmunir þess. Hins vegar verði að gæta meðalhófs þegar slík ákvörðun er tekin. Var það niðurstaða dómara, þegar horft er til allra þátta málsins, að ekki væri þörf á atvinnurekstrarbanni og var þeirri kröfu hafnað.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.
Fréttir
Í gær

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“
Fréttir
Í gær

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?