fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. október 2025 17:00

Sandiford var dæmd til dauða fyrir fíkniefnasmygl. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar líkur eru á að Lindsay Sandiford, breskri ömmu, verði bjargað frá byssukjöftum aftökusveitar í Indónesíu. Sandiford hefur setið á dauðadeildinni í 13 ár og var búin að missa alla von.

Sandiford, sem er 69 ára gömul amma, var handtekin árið 2012 á Ngurah Rai alþjóðaflugvellinum í Balí í Indónesíu eftir komuna frá Bangkok í Tælandi. Við leit á henni fannst falskur botn í einni töskunni með tæplega 5 kílógrömmum af kókaíni. Verðmæti þess var talið vera um 260 milljónir króna eins og segir í frétt Unilad um málið.

Sandiford viðurkenndi að hafa smyglað efnunum inn til landsins en sagðist hafa verið neydd til þess. Það er að fíkniefnahringur hefði hótað að myrða son hennar ef hún gerði þetta ekki.

Nöturlegur endir

Viðurlög við fíkniefnasmygli og sölu eru mjög ströng í Indónesíu og var Sandiford dæmd til dauða. Samkvæmt indónesískum lögum átti að taka hana af lífi með aftökusveit sem er sú aðferð sem hefur verið notuð í landinu frá árinu 1964.

Eru hinn dæmdi vakinn um miðja nótt og færður á ótilgreindan stað utandyra fyrir sólarupprás þar sem hann er skotinn til bana. Hann má velja hvort hann sitji eða standi og fær að bera upp eina hinstu bón áður en hleypt er af. Aftökustjórinn metur það hvort að bónin sé framkvæmanleg eða ekki.

Aftökusveitin samanstendur af tólf hermönnum sem skjóta af fimm til tíu metra færi. Eiga þeir að miða á hjartastað hins dæmda. Hins vegar eru aðeins þrír þeirra með alvöru byssukúlur í hólkum sínum en níu með púðurskot. Ef hinn dæmdi lifir það af á aftökustjórinn að klára verkið með því að skjóta hann í höfuðið af stuttu færi. Læknir staðfestir svo dauða hins dæmda.

Vonlaus í yfirfullu fangelsi

Sandiford hefur verið haldið í Kerobokan fangelsinu í suðurhluta Balí. Yfirfullt öryggisfangelsi þar sem aðallega eru geymdir fangar sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnatengda glæpi. Fangelsið tekur 320 fanga en eru að staðaldri um 1400. Sandiford hefur deilt 3 manna klefa með 13 öðrum konum.

Að sögn samfanga hennar, hinnar bresku Heather Mack sem dvaldi í 10 ár í Kerobokan, hafði Sandiford misst alla von. Sagðist Sandiford helst vilja að fjölskylda hennar kæmi ekki til landsins þegar hún yrði tekin af lífi.

Sandiford hefur dvalið í fangelsi í 13 ár. Mynd/Getty

„Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara,“ sagði Sandiford sem bjóst ekki við örðu en að hún yrði tekin af lífi.

Tvær sóttar til aftöku

Mack sagði að Sandiford væri mest allan daginn í klefa sínum og talaði ekki við neinn. Þær hefðu í tvígang séð þegar samfangi þeirra var sóttur fyrir aftöku. Það kom þeim mjög á óvart enda höfðu fangarnir snúið lífi sínu við og mikill þrýstingur hafði verið á stjórnvöld að stöðva aftökurnar. Í Indónesíu er möguleiki fyrir dauðadæmda fanga að fá dóm sinn mildaðan í lífstíðarfangelsi sýni þeir iðrun og snúi lífi sínu við.

„Þær voru voru ekki sömu manneskjurnar og þær voru þegar þær voru dæmdar,“ sagði Mack. „Allir héldu að það yrði í lagi með þær. En þegar Lindsay sá þær mæta dauða sínum áttaði hún sig á því að hennar tími væri á þrotum. Þetta raungerðist fyrir henni.“

Samkomulag virðist í höfn

Það lítur hins vegar út fyrir að lífi Sandiford verði þyrmt og að hún komist aftur heim til Bretlands. Bresk stjórnvöld, og ekki síst þingmenn frá heimaborg hennar Cheltenham, hafa beitt sér fyrir hennar hönd, bæði lagalega og með diplómatískum þrýstingi.

Samkomulag hefur náðst á milli breskra og indónesískra stjórnvalda um að senda Sandiford heim til Bretlands ásamt manni að nafni Shahab Shahabadi sem afplánar lífstíðardóm fyrir fíkniefnabrot árið 2014.

„Atriði samkomulagsins verða undirrituð í dag. Flutningurinn verður gerður um leið og tæknileg atriði þess eru komin á hreint,“ sagði fulltrúi ríkisstjórnar Indónesíu við fréttamiðilinn AFP.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó