fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. október 2025 19:30

Kristján Georg Jósteinsson. Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamlar syndir ásækja athafnamanninn Kristján Georg Jósteinsson sem hefur verið ákærður fyrir skattalagabrot sem framin voru á árunum 2015 til 2018.

Kristjáni er gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2015-2018 vegna tekjuáranna 2014-2017, með því að hafa annars vegar ekki talið fram til skatts úttektir úr þremur félögum sínum, KFK ehf., Fastrek ehf. og Neostar 75 76 SL, samtals að fjárhæð rúmlega 54 milljónir króna, en þessar greiðslur voru skattskyldar tekjur.

Hins vegar er Kristján sakaður um að hafa ekki talið fram tæplega 33 milljóna króna greiðslu sem barst inn á reikning hans með skýringunni „Innborgun á reikning verslunar“ en þetta voru skattskyldir peningar.

Er Kristján Georg Jósteinsson því ákærður fyrir að hafa vanframtalið rétt rúmlega 87 milljónir króna og komið sér þannig hjá því að greiða tekjuskatt upp á tæplega 39 milljónir króna.

Þá er þess krafist að hann sæti upptöku á misháum fjárhæðum í ýmsum gjaldeyri en fjármunirnir voru haldlagðir af héraðssaksóknara í þágu málsins árið 2019. Er þar meðal annars um að ræða 4.500 danskar krónur, 270 þúsund íslenskar, rúmlega 100 evrur og 780 Kanadadollara.

Innherjasvik og rekstur kampavínsklúbba

Árið 2019 var Kristján ásamt tveimur öðrum mönnum sakfelldur fyrir innherjasvik í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair, á árunum 2015 til 2017. Notfærðu þeir sér upplýsingar sem einn þeirra hafði, sem fruminnherji, í viðskiptum með hlutabréf Icelandair og högnuðust um yfir 60 milljónir króna með gjörningnum. (Sjá Vísi)

Kristján Georg var dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir sinn hlut í málinu. Einnig var gerð krafa um að félag Kristjáns, Fastrek, sem einnig var ákært í málinu, sætti upptöku fjármuna sem námu 32 milljónum króna. Fastrek kemur við sögu í þessu máli, sem eitt þeirra félaga sem Kristján þáði greiðslur frá án að þess að telja þær fram til skatts.

Kristján Georg, sem er búsettur á Spáni, rak um skeið kampavínsklúbba í Austurstræti, m.a. VIP Club og Shooters. Hann hlaut dóm fyrir rekstur spilavítisins Poker&Play í Skeifunni (Sjá Vísi).

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“