fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. október 2025 21:15

Skjáskot Kveikur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Aron Hjartarson knattspyrnuþjálfari var um tíma ánetjaður veðmálum í gegnum erlendar veðmálasíður sem eru ólöglegar hér á landi. Hann greindi frá reynslu sinni í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld:

„Fótboltinn í S-Ameríku er að byrja svona hálfeitt eitt á nóttunni og hitt er að byrja svona upp úr sjö að morgni. Ég þurfti ekki einu sinni vekjaraklukku til að ræsa mig. Og stundum átti ég andvökunætur ef mér datt í hug að fara inn á NBA til dæmis. Þá gat ég verið hangandi alla nóttina bara af því ég gat ekki slökkt á mér á meðan það var eitthvað í gangi. Og magnið af veðmálum sem ég setti var kannski hundrað veðmál á dag.“

Kristinn segir að þrátt fyrir aldurstakmark sé auðvelt fyrir ungmenni að stunda veðmál á netinu og nefnir hann sem dæmi að heill annar flokkur í ungmennafélagi hafi verið á kafi í veðmálum en um er að ræða menn á aldrinum 16-18 ára.

„Svo verður það líka þannig að algorithminn í símanum þínum, hann skynjar hvað þú ert að gera svo vissulega færðu auglýsingar sem tengjast veðmálum miklu miklu meir, þannig að þú getur í raun og veru ekki flúið.“

Kristinn lýsir því hvernig spilafíkn af þessu tagi heltekur líf spilafíkilsins:

„Mælikvarðinn á að vera spilafíkill er ekki endilega hversu mikið þú ert búinn að tapa, í hversu miklum mínus þú ert, það er tíminn sem fer í þetta. Hvar ertu annars staðar í lífinu þegar þú ert að spila? Hvernig gengur með skólann, hvernig gengur með vinnu, hvernig gengur með fjölskyldu, tilhugalíf?“

Hann segist hafa verið í sambandi á þessum tíma en konan hafi hent honum út þegar hann var hvað verstur og hrósar hann henni fyrir það.

„Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi.“

Í þættinum eru leiddar líkur að því að Íslendingar eyði allt að 36 milljörðum árlega í ólöglegar erlendar veðmálasíður. Eiga Íslendingar  í viðskiptum við hátt í 600 erlendar veðmálasíður með ólöglegum hætti, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn.

Sjá nánar á vef RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar