fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. október 2025 09:05

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Varðar trygginga. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðinga- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar. Nýja verndin hefur það að markmiði að vera stuðningur við verðandi foreldra á þessu mikilvæga tímabili, eins og segir í tilkynningu.

  • Vörður tryggingar hefur bætt nýrri meðgöngu- og foreldravernd við hefðbundnar tryggingar sínar. 
  • Nýja verndin veitir verðandi foreldrum fjárhagslega vernd og andlegan stuðning ef alvarleg atvik koma upp á meðgöngu eða í fæðingu.  
  • Verndin gildir fyrir öll kyn og er án viðbótarkostnaðar fyrir viðskiptavini. 
  • Hingað til hafa mæður og verðandi foreldrar ekki verið tryggð á meðgöngu eða í fæðingu nema í gegnum sértryggingu sem borga þarf aukalega fyrir.  
  • Markmiðið með nýju verndinni er að mæta þörfum verðandi mæðra og foreldra og leiðrétta það misræmi sem hefur verið á tryggingamarkaði gagnvart þeim.  

Hingað til hefur tryggingavernd á meðgöngu og í fæðingu ekki verið í boði á Íslandi nema sem sértrygging sem greiða þarf aukalega fyrir.  Nýja verndin gildir fyrir öll kyn og er án viðbótarkostnaðar fyrir viðskiptavini.  

Með því að bæta nýju verndinni við hefðbundnar tryggingar vill Vörður leiðrétta það misræmi sem hefur verið á tryggingamarkaði gagnvart mæðrum og verðandi foreldrum og mæta þörfum þeirra á þessu mikilvæga tímabili.   

Nýja verndin felur annars vegar í sér fjárhagslegan stuðning ef alvarleg atvik koma upp á meðgöngu eða í fæðingu. Auk þess veitir hún foreldrum rétt til bóta vegna meðfædds  heilsufarsástands barns og aðgang að samtalsmeðferð í ef upp koma erfiðleikar. 

Í viðtölum við viðskiptavini kom fram ákall kvenna um að meðganga og fæðing ættu að vera hluti af hefðbundnum tryggingum. Í kjölfarið var nýja verndin þróuð með aðstoð sérfræðinga og tekur mið af erlendri fyrirmynd.   

Þessi breyting er liður í vegferð Varðar að þróa tryggingar sem endurspegla betur raunverulegar þarfir fólks,  svo fleiri geti notið verndar.  Í vor kynnti Vörður einnig neyðaraðstoð fyrir þolendur ofbeldis sem hluta af heimilistryggingum félagsins,  er verndin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem þolendur ofbeldis í nánum samböndum geta fengið fjárhagslegar bætur til að frekar breytt aðstæðum sínum.   

„Við hjá Verði viljum að verðandi foreldrar geti gengið inn í meðgöngutímabilið án þess að þurfa að velta fyrir sér hvort þau séu tryggð. Þess vegna er meðgöngu- og foreldravernd nú sjálfkrafa hluti af hefðbundnum sjúkdómatryggingum.  Verndin nær frá upphafi meðgöngu, í fæðingu og eftir að barnið er fætt.  

Í samtölum okkar við konur kom skýrt fram að þörfin fyrir tryggingu á þessum tímamótum er mikil og við vildum svara því kalli, enda þetta tímabil þýðingamikill hluti af lífi þeirra sem stefna á barneignir.  

Við hjá Verði erum  stöðugt að skoða hvernig við getum bætt tryggingarnar okkar svo fleiri geti notið verndar, þetta er bara eitt skref af mörgum sem við ætlum að stíga í þessa átt “ 

segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar trygginga.   

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Valtýr Stefánsson Thors hlaut Míuverðlaunin

Valtýr Stefánsson Thors hlaut Míuverðlaunin
Fréttir
Í gær

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans
Fréttir
Í gær

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri