fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. október 2025 21:00

Rafmagnsskiltið var sett upp án þess að byggingarleyfi lægi fyrir. Skjáskot/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raftækjaverslunin Ormsson hefur tapað máli gegn Reykjavíkurborg vegna ljósaskiltis sem ekki var leyfi fyrir. Skiltinu var skipt út fyrir flettiskilti en borgin vildi ekki sjá það.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 15. október og var Reykjavíkurborg sýknuð af öllum kröfum Ormsson hf.

Árið 2023 komst málið í fjölmiðla en þá var greint frá því að 34 fermetra ljósaskilti Ormsson, í Lágmúla 8, það er á mótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar, væri orðið að bitbeini verslunarinnar og Reykjavíkurborgar.

Áður hafði hangið uppi minna flettiskilti í um það bil þrjátíu ár. Hafði Ormsson ekki sótt um byggingarleyfi áður en skiltið var sett upp. Þegar sótt var um leyfið hafnaði borgin því á grundvelli þess að skiltið væri of stórt og of nálægt bæði íbúðum og götum.

Þorðu ekki að kveikja á skiltinu

Ormsson töldu sig hins vegar hafa verið í fullum rétti til að setja upp skiltið. Hafi Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, verið í samskiptum við borgina áður en það var sett upp. Það hafi ekki verið fyrr en eftir að skiltið var komið upp að borgin hafi gert athugasemdir við skiltið og sagt að það þyrfti nýtt byggingarleyfi fyrir það.

Fyrirtækið kærði borgina í þrígang til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og að lokum til héraðsdóms þegar niðurstaðan var ekki hagstæð. En það var til að reyna að fá ógiltar ákvarðanir Reykjavíkurborgar um synjun byggingarleyfis, álagningu dagsekta og fjarlægingar skiltisins. Þorði fyrirtækið ekki að kveikja á skiltinu frá marsmánuði árið 2024 því það myndi þýða 150 þúsund króna dagsektir.

Ekki hægt að benda á aðra

Nú er fallinn dómur í málinu og eins og áður segir er Reykjavíkurborg sýkn af kröfum Ormsson. Þá er versluninni einnig gert að greiða 2,5 milljón krónur í málskostnað.

Segir í dóminum að Reykjavíkurborg og úrskurðarnefndin hafi ekki brotið gegn skráðum eða óskráðum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga. Þá hafi Ormsson ekki fært fyrir því rök að jafnræðisregla hafi verið brotin með synjun byggingarleyfis en Ormsson hafði bent á önnur skilti innan borgarinnar sem hugsanlega stönguðust á við reglur.

„Það að skilti einhverra annarra aðila annars staðar í borginni stangist mögulega einnig á við  gildandi reglur og lagafyrirmæli skapar ekki  grundvöll undir jákvæða afgreiðslu á umsókn stefnanda. Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað,“ segir í dóminum. Hafi skiltið ekki fullnægt settum skilyrðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum