fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. október 2025 12:04

Tjörnesingar afþökkuðu framlagið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreppsnefnd Tjörneshrepps hefur samþykkt að afþakka 248 milljón króna framlag úr Jöfnunarsjóði.

Í tilkynningu hreppsins segir að nýlega hafi borist bréf frá Jöfnunarsjóði um sérstakt fólksfækkunarframlag. Upphæðin átti að vera 248 milljón krónur.

„Tjörneshreppur hafði ekki óskað eftir slíku framlagi og kom þetta verulega á óvart,“ segir í tilkynningu hreppsins.

Íbúafjöldi hafi verið stöðugur síðustu árin og að þjónustustigið við íbúana sé gott. Þá sé fjárhagsstaða hreppsins sterk.

Var það því samþykkt á hreppsfundi í gær, 13. október, að afþakka framlag Jöfnunarsjóðsins.

„Í fundargerð hreppsnefndar kemur fram að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Banaslys í Mosfellsbæ