fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Ferðin til Íslands stóðst ekki væntingar – Bakveikur ferðamaður fær endurgreitt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. október 2025 15:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferðamaður eigi rétt á 25 prósenta endurgreiðslu af þriggja daga ferð sem hann keypti af ónefndu ferðaþjónustufyrirtæki þar sem ferðin var ekki í samræmi við auglýsta lýsingu.

Af úrskurðinum að dæma virðist hafa verið um að ræða japanskan ferðamann, en hann krafðist endurgreiðslu að fjárhæð 980,64 sterlingspunda, eða sem nemur rúmlega 170 þúsund krónum.

Hann taldi að ferð sem hann greiddi 266.200 japönsk jen fyrir hefði verið verulega frábrugðin því sem lofað var.

Samkvæmt úrskurði nefndarinnar átti Íslandsreisan að standa yfir frá 28. til 30. desember 2024 og fela í sér heimsóknir á nokkra þekkta ferðamannastaði, meðal annars Þingvelli, Gullfoss, Jökulsárlón og Fellsfjöru.

Í kvörtun sinni sagði ferðamaðurinn að nokkrir af þeim áfangastöðum sem til stóð að heimsækja, til dæmis Jökulsárlón og Fellsfjara, hafi ekki verið heimsóttir og að aðrir, eins og Reynisfjara og Þingvellir, hefðu verið skoðaðir í myrkri.

Einnig hefði komið til tafar þegar rútan í ferðinni varð bensínlaus og sætaskipan í rútunni valdið honum bakverkjum. Sagði ferðamaðurinn að hann hefði þurft að leggja út kostnað vegna meðferðar við bakmeiðslum sem hann hlaut í ferðinni.

Ferðaskipuleggjandinn svaraði kvörtuninni með tölvupósti og vísaði til þess að breytingar á ferðaáætlun væru stundum nauðsynlegar vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Fyrirtækið bauð 5% endurgreiðslu, sem ferðamaðurinn hafnaði.

Kærunefndin taldi að ferðin hefði ekki að öllu leyti verið í samræmi við auglýsta ferðalýsingu og að rétt væri að veita 25% afslátt af kaupverðinu. Var ferðaþjónustufyrirtækinu því gert að endurgreiða 66.550 japönsk jen til ferðamannsins.

Kröfum ferðamannsins um greiðslu kostnaðar vegna bakmeiðsla og vinnu við málið var hins vegar hafnað þar sem engin gögn lágu fyrir um þann kostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum